Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar að nýju

Heimsmarkaðsverð á olíu fer nú aftur hækkandi eftir að hafa lækkað þrjá daga í röð.

Í morgun hækkaði Brent olían um 0,3% og fór verðið að nýju yfir 118 dollara á tunnuna. Bandaríska léttolían hækkaði um 0,45% og stendur í tæpum 103 dollurum á tunnuna.

Í frétt um málið á börsen segir að sérfræðingar búist við að verðið lækki að nýju strax eftir helgina vegna þess að búist er við veikum efnahagstölum frá Bandaríkjunum og að heldur hefur dregið úr spennunni í samskiptum Vesturveldanna og Íran.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×