Vettel fremstur á ráslínu í Barein Birgir Þór Harðarson skrifar 21. apríl 2012 12:29 Vettel fékk loksins tækifæri til að setja vísifingurinn, sem við þekkjum svo vel, upp í loft í fyrsta sinn í ár. nordicphotos/afp Þýski heimsmeistarinn Sebastian Vettel gerði það sem hann var orðinn vanur í fyrra og setti Red Bull-bíl sinn á ráspól fyrir kappaksturinn í Barein sem fram fer á morgun. Vettel var einna síðastur til að setja tíma í tímatökunni og setti lang besta tíma helgarinnar. Vettel var orðinn vanur því í fyrra að fara síðastur út og ná besta tíma en gerði það í fyrsta sinn á árinu í dag. "Þetta er ekki búin að vera auðveld byrjun á tímabilinu," sagði Vettel við blaðamenn eftir tímatökuna. "Þetta er liðinu að þakka, ég skuldaði þeim þetta fyrir verkið sem þeir hafa sett í bílinn." Lewis Hamilton á McLaren ræsir annar á ráslínu á undan Mark Webber. Jenson Button ræsir fjórði á undan Nico Rosberg á Mercedes. Rosberg fór aðeins einn tímatökuhring í síðustu lotu tímatökunnar og gerði mistök í hringnum og náði því ekki ráspól eftir að hafa verið fljótastur á æfingum fyrir mótið. Michael Schumacher ræsir kappaksturinn sautjándi á morgun eftir að Mercedes-liðið misreiknaði þróun brautarinnar og möguleika Schumachers. "Afturvængurinn var eitthvað bilaður," sagði goðsögnin við Sky Sports. Jafnvægi bílanna plagaði ökumenn milli tímatökulota. "Það er aldrei gott þegar jafnvægi bílsins er ekki það sama í fyrstu lotu og í þeirri síðustu," sagði Jenson Button eftir tímatökuna. "Brautin var gríðarlega fljót að breytast." Daniel Ricciardo ræsir sjötti í Toro Rosso bíl sínum. Spurður hvað olli miklum mun á honum og liðsfélaga sínum, Jean-Eric Vergne, sagði hann ekki vita það. "Ég hef ekki hugmynd í augnablikinu. Ég kemst örugglega að því á fundinum á eftir." Skotinn ungi, Paul di Resta á Force India, stóð sig frábærlega í tímatökunni og ræsir tíundi á morgun. Force India liðið tók ekki þátt í seinni æfingu keppnisliðanna í gær af öryggisástæðum og árangur þeirra því glæsilegur. Dekkin munu spila gríðarlega stórt hlutverk í kappakstrinum á morgun. Hitinn er mikill í Barein og brautarhitinn óvenju hár svo ökumenn munu keppast við halda þeim eins köldum og hægt er. Kappaksturinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun klukkan 11:40. Formúla Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Þýski heimsmeistarinn Sebastian Vettel gerði það sem hann var orðinn vanur í fyrra og setti Red Bull-bíl sinn á ráspól fyrir kappaksturinn í Barein sem fram fer á morgun. Vettel var einna síðastur til að setja tíma í tímatökunni og setti lang besta tíma helgarinnar. Vettel var orðinn vanur því í fyrra að fara síðastur út og ná besta tíma en gerði það í fyrsta sinn á árinu í dag. "Þetta er ekki búin að vera auðveld byrjun á tímabilinu," sagði Vettel við blaðamenn eftir tímatökuna. "Þetta er liðinu að þakka, ég skuldaði þeim þetta fyrir verkið sem þeir hafa sett í bílinn." Lewis Hamilton á McLaren ræsir annar á ráslínu á undan Mark Webber. Jenson Button ræsir fjórði á undan Nico Rosberg á Mercedes. Rosberg fór aðeins einn tímatökuhring í síðustu lotu tímatökunnar og gerði mistök í hringnum og náði því ekki ráspól eftir að hafa verið fljótastur á æfingum fyrir mótið. Michael Schumacher ræsir kappaksturinn sautjándi á morgun eftir að Mercedes-liðið misreiknaði þróun brautarinnar og möguleika Schumachers. "Afturvængurinn var eitthvað bilaður," sagði goðsögnin við Sky Sports. Jafnvægi bílanna plagaði ökumenn milli tímatökulota. "Það er aldrei gott þegar jafnvægi bílsins er ekki það sama í fyrstu lotu og í þeirri síðustu," sagði Jenson Button eftir tímatökuna. "Brautin var gríðarlega fljót að breytast." Daniel Ricciardo ræsir sjötti í Toro Rosso bíl sínum. Spurður hvað olli miklum mun á honum og liðsfélaga sínum, Jean-Eric Vergne, sagði hann ekki vita það. "Ég hef ekki hugmynd í augnablikinu. Ég kemst örugglega að því á fundinum á eftir." Skotinn ungi, Paul di Resta á Force India, stóð sig frábærlega í tímatökunni og ræsir tíundi á morgun. Force India liðið tók ekki þátt í seinni æfingu keppnisliðanna í gær af öryggisástæðum og árangur þeirra því glæsilegur. Dekkin munu spila gríðarlega stórt hlutverk í kappakstrinum á morgun. Hitinn er mikill í Barein og brautarhitinn óvenju hár svo ökumenn munu keppast við halda þeim eins köldum og hægt er. Kappaksturinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun klukkan 11:40.
Formúla Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira