Didier Drogba, leikmaður Chelsea, verður með liðinu gegn Barcelona í seinni leik undanúrslita Meistaradeildar Evrópu, sem leikinn verður á þriðjudaginn. Drogba virðist vera við fulla heilsu eftir að hann tók þátt á æfingu liðsins í dag.
Drogba var fjarverandi í 0-0 jafnteflinu gegn Arsenal um helgina en búist er við því að hann komi beint inn í byrjunarliðið á þriðjudaginn.
Drogba hefur verið að spila virkilega vel upp á síðkastið en hann skoraði eina mark fyrri leiksins og áttu leikmenn Barcelona í stökustu vandræðum með hann í leiknum.
Fótbolti