Notendafjöldi Facebook kominn yfir 900 milljónir Magnús Halldórsson skrifar 24. apríl 2012 15:15 Mark Zuckerberg, forstjóri og aðaleigandi Facebook. Notendafjöldi Facebook er nú kominn yfir 900 milljónir manna á heimsvísu, samkvæmt tölum sem birtar voru um notkun og rekstur Facebook í morgun. Fjöldi notenda hefur á einu ári aukist um 220 milljónir manna, úr 680 í 901 milljón. Þá hefur daglegum notendum Facebook fjölgað úr 372 milljónum í fyrra í 526 milljónir á þessu ári. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs námu tekjur Facebook ríflega einum milljarði dollara, eða sem nemur tæplega 128 milljörðum króna. Á sama tímabili námu tekjurnar 731 milljón dollara, eða sem nemur 93 milljörðum króna. Þá var uppgefið í dag hvernig Facebook greiðir fyrir myndasamfélagsmiðilinn Instagram, en Facebook greiðir 300 milljónir dollara með reiðufé og restina með hlutafé í Facebook, samtals 23 milljónir hluta, sem eru virði um 700 milljóna dollara. Mánaðarlegum notendum Facebook í snjallsímum hefur fjölgað hratt, en þeir eru nú 488 milljónir. Á hverjum degi eru „like" á vefnum sem nemur 3,2 milljörðum, yfir 300 milljónum mynda er hlaðið á Facebook veggi á hverjum degi og 125 milljónir vinasambanda verða til á hverjum degi. Mest lesið Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Notendafjöldi Facebook er nú kominn yfir 900 milljónir manna á heimsvísu, samkvæmt tölum sem birtar voru um notkun og rekstur Facebook í morgun. Fjöldi notenda hefur á einu ári aukist um 220 milljónir manna, úr 680 í 901 milljón. Þá hefur daglegum notendum Facebook fjölgað úr 372 milljónum í fyrra í 526 milljónir á þessu ári. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs námu tekjur Facebook ríflega einum milljarði dollara, eða sem nemur tæplega 128 milljörðum króna. Á sama tímabili námu tekjurnar 731 milljón dollara, eða sem nemur 93 milljörðum króna. Þá var uppgefið í dag hvernig Facebook greiðir fyrir myndasamfélagsmiðilinn Instagram, en Facebook greiðir 300 milljónir dollara með reiðufé og restina með hlutafé í Facebook, samtals 23 milljónir hluta, sem eru virði um 700 milljóna dollara. Mánaðarlegum notendum Facebook í snjallsímum hefur fjölgað hratt, en þeir eru nú 488 milljónir. Á hverjum degi eru „like" á vefnum sem nemur 3,2 milljörðum, yfir 300 milljónum mynda er hlaðið á Facebook veggi á hverjum degi og 125 milljónir vinasambanda verða til á hverjum degi.
Mest lesið Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent