Fótbolti

Mourinho er sannfærður um sigur Real Madrid gegn FC Bayern

Jose Mourinho þjálfara spænska liðsins Real Madrid.
Jose Mourinho þjálfara spænska liðsins Real Madrid. Getty Images / Nordic Photos
Jose Mourinho þjálfara spænska liðsins Real Madrid er sannfærður um að leikmenn liðsins standist prófið gegn FC Bayern München í kvöld í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Þýska liðið FC Bayern hafði betur í fyrri leiknum 2-1 sem fram fór í München en staða Real Madrid er alls ekki slæm eftir að hafa skorað mark á útivelli.

„Það er rólegt yfirbragð hjá leikmannahópnum. Menn eru ekki of spenntir, og ekki of rólegir," sagði Mourinho í gær.Liðin eigast við á Bernabeu í Madrid í kvöld og hefst leikurinn kl. 18.45.

„Ég er ekki viss um hvort deildarkeppnin á Spáni sé mikilvægari fyrir okkur en Meistaradeildin. Besta liðið vinnur alltaf deildina en það er ekki alltaf þannig í Meistaradeildinni. Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar er það sem skiptir mestu máli í fótbolta," sagði Mourinho á fundi með fréttamönnum í gær.

„Ég hef sjálfur ekki alltaf haft heppnina með mér í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Ég tapaði með Chelsea árið 2005 á marki sem var ekki mark, og árið 2007 töpuðum við í vítaspyrnukeppni," sagði Mourinho m.a. á fundinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×