Fótbolti

Eyjólfur skoraði í sjö marka leik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eyjólfur í leik með SönderjyskE.
Eyjólfur í leik með SönderjyskE. Nordic Photos / Getty Images
FC Kaupmannahöfn tryggði sér í dag sæti í úrslitaleik dönsku bikarkeppninnar þrátt fyrir 4-3 tap fyrir SönderjyskE í síðari undanúrslitaviðureign liðanna í dag.

Fyrri leiknum lauk með 1-0 sigri FCK og því komst liðið áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli.

Eyjólfur Héðinsson og Hallgrímur Jónasson spiluðu báðir fyrir SönderjyskE í dag og Eyjólfur skoraði fyrsta mark sinna manna á sextándu mínútu leiksins.

Eyjólfur átti svo þátt í öðru marki SönderjyskE í leiknum og komst svo nálægt því að skjóta sínum mönnum í úrslitaleikinn á lokamínútum leiksins en þá átti hann skot sem hafnaði í slánni.

Hvorki Ragnar Sigurðsson né Sölvi Geir Ottesen komu við sögu í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×