Stórfyrirtækið Sony gerir ráð fyrir því að tapa sex og hálfum milljarði Bandaríkjadala á þessu ári en fyrirtækið sendi frá sér viðvörun þessa efnis í morgun. Áður var gert ráð fyrir þriggja milljarða dollara tapi.
Þessi raftækjarisi á í miklum erfiðleikum en hann hefur skilað tapi undanfarin þrjú ár. Gert er ráð fyrir að Sony reki 10 þúsund starfsmenn á árinu til þess að mæta tapinu og minnki umfang sitt til muna. Stóra vandamálið hefur verið sjónvarpstækjaframleiðslan en tap hefur verið á þeim rekstri síðustu átta ár.
Sony tapar milljörðum dollara
