Viðskipti erlent

Lækkun á mörkuðum í Asíu

Hlutabréf í Asíu féllu umtalsvert áður en yfir lauk á markaði í nótt og var þetta sjöundi dagurinn í röð þar sem rauðar tölur réðu ríkjum. Nikkei vísitalan lækkaði um eitt prósent og Hang Seng vísitalan í Hong Kong fór niður um eitt komma þrjú prósentustig. Fjárfestar eru enn óttaslegnir vegna efnahagserfiðleikanna sem hrjá heiminn og urðu hlutabréf í útflutningsfyrirtækjum í Asíu verst úti. Raftækjarisinn Sony lækkaði einna mest, um fimm prósent en í gær tilkynnti fyrirtækið um nýja spá sem gerir ráð fyrir tapi upp sex komma fimm milljarða dollara á þessu ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×