Viðskipti erlent

Kínverjar óðir í BMW

BMW bifreiðar njóta gríðarlegra vinsælda í Kína, sem kemur sér vel fyrir þetta rótgróna fyrirtæki og vörumerki.
BMW bifreiðar njóta gríðarlegra vinsælda í Kína, sem kemur sér vel fyrir þetta rótgróna fyrirtæki og vörumerki.
Þýski bíla- og vélaframleiðandinn BMW jók sölu á bifreiðum í Kína, á fyrstu þremur mánuðum ársins, um 37 prósent frá fyrra ári, og var þessi aukning helsta ástæðan fyrir mun meiri sölu á fyrstu þremur mánuðum ársins en spár gerðu ráð fyrir.

Á fyrrnefndu tímabili seldust fleiri BMW bifreiðar í Kína en í Bandaríkjunum og er það í fyrsta skipti sem slíkt gerist, samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC um málið.

Samtals seldi BMW 425.528 bifreiðar á fyrstu þremur mánuðum ársins en þar af seldust ríflega 80 þúsund þeirra í Kína.

Hagnaður BMW jókst um 51 prósent á árinu 2011 miðað árið 2010 og var 4,9 milljarðar evra, eða sem nemur 818 milljörðum króna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×