Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Haukar 66-69 Stefán Árni Pálsson í Ljónagryfjunni skrifar 11. apríl 2012 19:00 Haukar unnu í kvöld frábæran sigur, 69-66, á Njarðvíkingum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland-Express deild kvenna í körfubolta. Njarðvík komst mest 17 stigum yfir í fyrri hálfleiknum en þær rauðklæddu neituðu að gefast upp og unnu að lokum sigur. Staðan er því 2-1 fyrir Njarðvík í einvíginu um titilinn en næsti leikur fer fram á Ásvöllum á laugardaginn. Njarðvík byrjaði leikinn betur og náði fljótlega ágætis tökum á vellinum. Heimastúlkur náðu nánast öllum fráköstum í byrjun leiksins og það skipti sköpum. Þegar um þrjár mínútur voru eftir að fyrsta leikhluta var staðan 14-6 fyrir Njarðvík. Njarðvík hélt áfram uppteknum hætti út leikhlutann og höfðu tíu stiga forskot, 21-11, eftir fyrsta leikhlutann. Í öðrum leikhluta varð munurinn á liðunum mest sautján stig og Njarðvík virtist gjörsamlega ætla keyra yfir gestina. Lyktin af Íslandsmeistaratitlinum var greinilega sterk og þær ætluðu að landa sínum fyrsta. Það gekk allt upp hjá þeim hvítklæddu í fjórðungnum en á sama tíma var ekkert ofan í hjá Haukum. Haukastúlkur voru bara ekki í takt við leikinn og áttu greinilega erfitt með stressið og stemmninguna í húsinu. Staðan í hálfleik var 33-22 fyrir Njarðvík og það þurfti margt að breytast svo að illa færi ekki fyrir Haukum. Haukastúlkur voru ákveðnar í upphafi síðari hálfleiksins og minnkuðu muninn jafnt og þétt. Þegar annar leikhlutinn var hálfnaður var munurinn aðeins fimm stig, 43-38, og leikurinn galopinn. Haukar fóru að láta boltann ganga miklu betur á milli leikmanna og unnu hlutina eins og lið, ekki fimm einstaklingar eins og hafði einkennt fyrri hálfleikinn. Staðan var 51-44 fyrir lokaleikhlutann og mikill spenna framundan. Spennan hélt áfram í lokafjórðungnum og Haukar héldu áfram að saxa á forskot Njarðvíkur. Þegar um fimm mínútur voru eftir af leiknum var staðan 55-54 fyrir Njarðvík og allt að verða vitlaust í Ljónagryfjunni. Haukar héldu sínu striki út leikhlutann og voru vel með á nótunum. Njarðvíkingar virtist brugðið og stressið var farið að segja til sín. Í loka leikhlutanum voru það Haukar sem reyndust sterkari og unnu að lokum frábæra sigur 69-66. Gestirnir voru frábærir á lokasprettinum og voru hreinlega sterkari á andlega sviðinu. Textalýsing blaðamanns Vísis frá því fyrr í kvöld:40.mín: Haukar voru sterkari hér í lokin og fara með sigur af hólmi 69-66.40.mín: 14 sekúndur eftir og staðan 67-63, Haukar fara á línuna. Þær eru alls ekki að bregðast þar.40.mín: Það eru 25 sekúndur eftir, Haukar með boltann og staðan er 65-61. Þetta er að hafast fyrir Hauka. Magnað alveg hreint.40.mín: Risa karfa hjá Jence Ann Rhoads og fær vítaskot að auki. Haukar eru því komnir fjórum stigum yfir 65-61.39.mín: 1:22 mín eftir af þessum leik og staðan er 62-61 fyrir gestina. Þetta hefur verið magnaður síðari hálfleikur og fólk er að fá vel fyrir aurinn hér í húsinu. Haukar taka leikhlé og leggja upp loka mínútu leiksins.38.mín: Staðan er núna jöfn 58-58 og rúmlega tvær mínútur eftir. Haukar fara á vítalínuna.36.mín: Það er ALLT AÐ VERÐA VITLAUST. Staðan er orðin 56-55 fyrir Haukum. Þær hafa byrjað þennan fjórða leikhluta frábærlega. Þvílík spenna sem er hér í Ljónagryfjunni.33.mín: Undirritaður hefur sjaldan upplifað jafn mikla stemmningu í kvennakörfunni eins og í kvöld ein Ljónagryfjan stendur svo sannarlega fyrir sínu. Mikill spenna í leiknum en staðan er 55-52. Haukar neita að gefast upp.30.mín: Staðan er 51-44 fyrir lokafjórðunginn. Þetta verður spennandi alveg fram til loka og bara spurning hvort Njarðvík verði Íslandsmeistari.28.mín: Njarðvík er komið til baka og það tók þær ekki langan tíma að koma muninum fyrir tíu stig, en núna er staðan 49-38.26.mín: Frábært áhlaup frá gestunum og munurinn er allt í einu orðin fimm stig 43-38. Þetta er svo langt frá því að vera búið.25.mín: Sami munur helst á liðunum en Haukastúlkur verða að nýta sín tækifæri betur. Þær eru að misnota allt of mörg skot. Staðan er 43-34.23.mín: Haukar gera vel til að byrja með og hafa minnkað muninn niður í níu stig, 35-26. Þetta er hvergi nærri búið.Hálfleikur: Jæja þá er allt að verða klárt fyrir síðari hálfleikinn. Haukastúlkur verða að setja í fimmta gírinn og það strax, annars er titillinn Njarðvíkur.20.mín: Haukarstelpur komu örlítið til baka undir lok fyrri hálfleiks og minnkuðu muninn niður í 11 stig. Staðan í hálfleik er 33-22.17.mín: Það er bara ekkert ofan í hjá Haukum, þær eru að verða nokkuð andlausar. 31-16 fyrir heimastúlkur.15.mín: Þetta verður bara svartara fyrir þær rauðu. 30-13 þegar annar leikhlutinn er hálfnaður.13.mín: Gestirnir verða einfaldlega að fara í gang og það ekki mikið seinna en í gær. Það lítur allt út fyrir að dollan sé á leiðinni upp í kvöld. Staðan er 24-13.10.mín: Staðan er 21-11 eftir fyrsta leikhlutann. Lele Hardy og Shanae Baker-Brice hafa báðar skorað níu stig hvor fyrir Njarðvík. Góð staða fyrir heimastúlkur og þær eru svo sannarlega með stúkuna með sér.8.mín: Þetta lítur vægast sagt illa út fyrir Hauka. Þvílíkt áhlaup frá Njarðvíkingum. Staðan er 19-8.6.min: Heimastúlkur eru að ná völdunum á vellinum og leiða 12-6. Njarðvíkinar hirða öll fráköst og fá oftar en ekki annað tækifæri í þeirra sóknaraðgerðum.4.mín: Haukar eru greinilega komnar hingað til að minnka muninn í þessu einvígi. Þær eru ákveðnar og staðan er 5-4 fyrir Njarðvík. Þetta verður harður leikur, það sést hér á upphafsmínútunum.1.mín: Við erum lögð í hann. Leikurinn er farinn af stað og stemmningin er frábær. Staðan er 3-0 fyrir Njarðvík.Fyrir leik: Það er hreinlega að duga eða drepast fyrir Haukastúlkur. Ef þær ná fram sigri í kvöld hafa þær tækifæri til að jafna einvígið í næsta leik á heimavelli. Þetta er alls ekki útilokað verkefni en það verður erfitt.Fyrir leik: Hér er frábær stemmning og húsið orðið fullt hálftíma fyrir leik, allt að gerast.Fyrir leik: Njarðvíkurstúlkur geta í kvöld orðið fyrstu Íslandsmeistara í sögu félagsins í kvennakörfunni. Sverrir: Við klárum þetta í næsta leikSverrir Sverrisson, þjálfari Njarðvíkur.„Það gekk allt upp hjá okkur framan af og mikil stemmning í liðinu," sagði Sverrir Sverrisson, þjálfari Njarðvíkur, eftir tapið í kvöld. „Í síðari hálfleiknum förum við að verja forskotið allt og mikið og það er aldrei vænlegt til árangur. Við þurfum bara að vinna í Hafnafirðinum á laugardaginn, þýðir ekkert að pæla í öðru." „Fyrir þann leik verðum við að fara yfir hluti sem gengu ekki upp hjá okkur í kvöld og lagfæra. Við hættum bara að spila okkar leik í fjórða leikhlutanum og fórum að láta andlega þáttinn taka yfir. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Sverrir hér að ofan. Bjarni: Höfðum allan tíman trú á þessuBjarni Jóhannsson, þjálfari Hauka.Mynd / HAG„Við vorum alveg skelfilegar fyrstu fimmtán mínútur leiksins," sagði Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, eftir sigurinn í kvöld. „Við náum samt að koma okkur aftur örlítið inn í leikinn í lok annars leikhluta og það var mikilvægt. Í hálfleik ræddum við bara um það að hafa trú á verkefninu og koma brjálæðar til leiks í síðari hálfleikinn." „Ég er bara svakalega stoltur af stelpunum og þær áttu þetta svo sannarlega skilið í kvöld. Núna er bara næsti leikur á okkar heimavelli og við ætlum okkur að jafna þetta einvígi." „Þessir leikir hafa verið þvílík auglýsing fyrir íslenskan kvennakörfubolta og ég vona að allir Hafnfirðingar mæti á laugardaginn."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Bjarna með því að ýta hér María Lind :Við komum hingað til að eyðileggja þetta partýIngibjörg Elva Vilbergsdóttir, leikmaður Njarðvíkur, og Jence Ann Rhoads, leikmaður Hauka.Mynd. / HAG„Við ætluðum bara að koma hingað að skemma partýið," sagði María Lind Sigurðardóttir, leikmaður Hauka, eftir sigurinn í kvöld. „Við vorum ekki góðar til að byrja með og gátum voða lítið. Við sýndum bara hvað í okkur býr í seinni hálfleiknum og náðum að klára þetta." „Við verðum bara að hafa trú á okkur og það kom í kvöld. Sýndum okkar leik í kvöld og það gekk eftir."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Njarðvík-Haukar 66-69 (21-11, 12-11, 18-22, 15-25)Njarðvík: Shanae Baker-Brice 22/8 fráköst/3 varin skot, Lele Hardy 17/18 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 11/6 fráköst, Harpa Hallgrímsdóttir 6/7 fráköst, Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 3, Ína María Einarsdóttir 3, Ólöf Helga Pálsdóttir 2/4 fráköst, Salbjörg Sævarsdóttir 2, Erna Hákonardóttir 0, Eyrún Líf Sigurðardóttir 0, Sara Dögg Margeirsdóttir 0, Andrea Björt Ólafsdóttir 0.Haukar: Tierny Jenkins 26/29 fráköst/6 varin skot, Jence Ann Rhoads 19/6 fráköst/6 stoðsendingar/4 varin skot, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 11/4 fráköst/5 stoðsendingar, Gunnhildur Gunnarsdóttir 9/5 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 4, Sólrún Inga Gísladóttir 0, Sara Pálmadóttir 0, Inga Sif Sigfúsdóttir 0, Ína Salóme Sturludóttir 0, Auður Íris Ólafsdóttir 0. Dominos-deild kvenna Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Haukar unnu í kvöld frábæran sigur, 69-66, á Njarðvíkingum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland-Express deild kvenna í körfubolta. Njarðvík komst mest 17 stigum yfir í fyrri hálfleiknum en þær rauðklæddu neituðu að gefast upp og unnu að lokum sigur. Staðan er því 2-1 fyrir Njarðvík í einvíginu um titilinn en næsti leikur fer fram á Ásvöllum á laugardaginn. Njarðvík byrjaði leikinn betur og náði fljótlega ágætis tökum á vellinum. Heimastúlkur náðu nánast öllum fráköstum í byrjun leiksins og það skipti sköpum. Þegar um þrjár mínútur voru eftir að fyrsta leikhluta var staðan 14-6 fyrir Njarðvík. Njarðvík hélt áfram uppteknum hætti út leikhlutann og höfðu tíu stiga forskot, 21-11, eftir fyrsta leikhlutann. Í öðrum leikhluta varð munurinn á liðunum mest sautján stig og Njarðvík virtist gjörsamlega ætla keyra yfir gestina. Lyktin af Íslandsmeistaratitlinum var greinilega sterk og þær ætluðu að landa sínum fyrsta. Það gekk allt upp hjá þeim hvítklæddu í fjórðungnum en á sama tíma var ekkert ofan í hjá Haukum. Haukastúlkur voru bara ekki í takt við leikinn og áttu greinilega erfitt með stressið og stemmninguna í húsinu. Staðan í hálfleik var 33-22 fyrir Njarðvík og það þurfti margt að breytast svo að illa færi ekki fyrir Haukum. Haukastúlkur voru ákveðnar í upphafi síðari hálfleiksins og minnkuðu muninn jafnt og þétt. Þegar annar leikhlutinn var hálfnaður var munurinn aðeins fimm stig, 43-38, og leikurinn galopinn. Haukar fóru að láta boltann ganga miklu betur á milli leikmanna og unnu hlutina eins og lið, ekki fimm einstaklingar eins og hafði einkennt fyrri hálfleikinn. Staðan var 51-44 fyrir lokaleikhlutann og mikill spenna framundan. Spennan hélt áfram í lokafjórðungnum og Haukar héldu áfram að saxa á forskot Njarðvíkur. Þegar um fimm mínútur voru eftir af leiknum var staðan 55-54 fyrir Njarðvík og allt að verða vitlaust í Ljónagryfjunni. Haukar héldu sínu striki út leikhlutann og voru vel með á nótunum. Njarðvíkingar virtist brugðið og stressið var farið að segja til sín. Í loka leikhlutanum voru það Haukar sem reyndust sterkari og unnu að lokum frábæra sigur 69-66. Gestirnir voru frábærir á lokasprettinum og voru hreinlega sterkari á andlega sviðinu. Textalýsing blaðamanns Vísis frá því fyrr í kvöld:40.mín: Haukar voru sterkari hér í lokin og fara með sigur af hólmi 69-66.40.mín: 14 sekúndur eftir og staðan 67-63, Haukar fara á línuna. Þær eru alls ekki að bregðast þar.40.mín: Það eru 25 sekúndur eftir, Haukar með boltann og staðan er 65-61. Þetta er að hafast fyrir Hauka. Magnað alveg hreint.40.mín: Risa karfa hjá Jence Ann Rhoads og fær vítaskot að auki. Haukar eru því komnir fjórum stigum yfir 65-61.39.mín: 1:22 mín eftir af þessum leik og staðan er 62-61 fyrir gestina. Þetta hefur verið magnaður síðari hálfleikur og fólk er að fá vel fyrir aurinn hér í húsinu. Haukar taka leikhlé og leggja upp loka mínútu leiksins.38.mín: Staðan er núna jöfn 58-58 og rúmlega tvær mínútur eftir. Haukar fara á vítalínuna.36.mín: Það er ALLT AÐ VERÐA VITLAUST. Staðan er orðin 56-55 fyrir Haukum. Þær hafa byrjað þennan fjórða leikhluta frábærlega. Þvílík spenna sem er hér í Ljónagryfjunni.33.mín: Undirritaður hefur sjaldan upplifað jafn mikla stemmningu í kvennakörfunni eins og í kvöld ein Ljónagryfjan stendur svo sannarlega fyrir sínu. Mikill spenna í leiknum en staðan er 55-52. Haukar neita að gefast upp.30.mín: Staðan er 51-44 fyrir lokafjórðunginn. Þetta verður spennandi alveg fram til loka og bara spurning hvort Njarðvík verði Íslandsmeistari.28.mín: Njarðvík er komið til baka og það tók þær ekki langan tíma að koma muninum fyrir tíu stig, en núna er staðan 49-38.26.mín: Frábært áhlaup frá gestunum og munurinn er allt í einu orðin fimm stig 43-38. Þetta er svo langt frá því að vera búið.25.mín: Sami munur helst á liðunum en Haukastúlkur verða að nýta sín tækifæri betur. Þær eru að misnota allt of mörg skot. Staðan er 43-34.23.mín: Haukar gera vel til að byrja með og hafa minnkað muninn niður í níu stig, 35-26. Þetta er hvergi nærri búið.Hálfleikur: Jæja þá er allt að verða klárt fyrir síðari hálfleikinn. Haukastúlkur verða að setja í fimmta gírinn og það strax, annars er titillinn Njarðvíkur.20.mín: Haukarstelpur komu örlítið til baka undir lok fyrri hálfleiks og minnkuðu muninn niður í 11 stig. Staðan í hálfleik er 33-22.17.mín: Það er bara ekkert ofan í hjá Haukum, þær eru að verða nokkuð andlausar. 31-16 fyrir heimastúlkur.15.mín: Þetta verður bara svartara fyrir þær rauðu. 30-13 þegar annar leikhlutinn er hálfnaður.13.mín: Gestirnir verða einfaldlega að fara í gang og það ekki mikið seinna en í gær. Það lítur allt út fyrir að dollan sé á leiðinni upp í kvöld. Staðan er 24-13.10.mín: Staðan er 21-11 eftir fyrsta leikhlutann. Lele Hardy og Shanae Baker-Brice hafa báðar skorað níu stig hvor fyrir Njarðvík. Góð staða fyrir heimastúlkur og þær eru svo sannarlega með stúkuna með sér.8.mín: Þetta lítur vægast sagt illa út fyrir Hauka. Þvílíkt áhlaup frá Njarðvíkingum. Staðan er 19-8.6.min: Heimastúlkur eru að ná völdunum á vellinum og leiða 12-6. Njarðvíkinar hirða öll fráköst og fá oftar en ekki annað tækifæri í þeirra sóknaraðgerðum.4.mín: Haukar eru greinilega komnar hingað til að minnka muninn í þessu einvígi. Þær eru ákveðnar og staðan er 5-4 fyrir Njarðvík. Þetta verður harður leikur, það sést hér á upphafsmínútunum.1.mín: Við erum lögð í hann. Leikurinn er farinn af stað og stemmningin er frábær. Staðan er 3-0 fyrir Njarðvík.Fyrir leik: Það er hreinlega að duga eða drepast fyrir Haukastúlkur. Ef þær ná fram sigri í kvöld hafa þær tækifæri til að jafna einvígið í næsta leik á heimavelli. Þetta er alls ekki útilokað verkefni en það verður erfitt.Fyrir leik: Hér er frábær stemmning og húsið orðið fullt hálftíma fyrir leik, allt að gerast.Fyrir leik: Njarðvíkurstúlkur geta í kvöld orðið fyrstu Íslandsmeistara í sögu félagsins í kvennakörfunni. Sverrir: Við klárum þetta í næsta leikSverrir Sverrisson, þjálfari Njarðvíkur.„Það gekk allt upp hjá okkur framan af og mikil stemmning í liðinu," sagði Sverrir Sverrisson, þjálfari Njarðvíkur, eftir tapið í kvöld. „Í síðari hálfleiknum förum við að verja forskotið allt og mikið og það er aldrei vænlegt til árangur. Við þurfum bara að vinna í Hafnafirðinum á laugardaginn, þýðir ekkert að pæla í öðru." „Fyrir þann leik verðum við að fara yfir hluti sem gengu ekki upp hjá okkur í kvöld og lagfæra. Við hættum bara að spila okkar leik í fjórða leikhlutanum og fórum að láta andlega þáttinn taka yfir. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Sverrir hér að ofan. Bjarni: Höfðum allan tíman trú á þessuBjarni Jóhannsson, þjálfari Hauka.Mynd / HAG„Við vorum alveg skelfilegar fyrstu fimmtán mínútur leiksins," sagði Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, eftir sigurinn í kvöld. „Við náum samt að koma okkur aftur örlítið inn í leikinn í lok annars leikhluta og það var mikilvægt. Í hálfleik ræddum við bara um það að hafa trú á verkefninu og koma brjálæðar til leiks í síðari hálfleikinn." „Ég er bara svakalega stoltur af stelpunum og þær áttu þetta svo sannarlega skilið í kvöld. Núna er bara næsti leikur á okkar heimavelli og við ætlum okkur að jafna þetta einvígi." „Þessir leikir hafa verið þvílík auglýsing fyrir íslenskan kvennakörfubolta og ég vona að allir Hafnfirðingar mæti á laugardaginn."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Bjarna með því að ýta hér María Lind :Við komum hingað til að eyðileggja þetta partýIngibjörg Elva Vilbergsdóttir, leikmaður Njarðvíkur, og Jence Ann Rhoads, leikmaður Hauka.Mynd. / HAG„Við ætluðum bara að koma hingað að skemma partýið," sagði María Lind Sigurðardóttir, leikmaður Hauka, eftir sigurinn í kvöld. „Við vorum ekki góðar til að byrja með og gátum voða lítið. Við sýndum bara hvað í okkur býr í seinni hálfleiknum og náðum að klára þetta." „Við verðum bara að hafa trú á okkur og það kom í kvöld. Sýndum okkar leik í kvöld og það gekk eftir."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Njarðvík-Haukar 66-69 (21-11, 12-11, 18-22, 15-25)Njarðvík: Shanae Baker-Brice 22/8 fráköst/3 varin skot, Lele Hardy 17/18 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 11/6 fráköst, Harpa Hallgrímsdóttir 6/7 fráköst, Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 3, Ína María Einarsdóttir 3, Ólöf Helga Pálsdóttir 2/4 fráköst, Salbjörg Sævarsdóttir 2, Erna Hákonardóttir 0, Eyrún Líf Sigurðardóttir 0, Sara Dögg Margeirsdóttir 0, Andrea Björt Ólafsdóttir 0.Haukar: Tierny Jenkins 26/29 fráköst/6 varin skot, Jence Ann Rhoads 19/6 fráköst/6 stoðsendingar/4 varin skot, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 11/4 fráköst/5 stoðsendingar, Gunnhildur Gunnarsdóttir 9/5 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 4, Sólrún Inga Gísladóttir 0, Sara Pálmadóttir 0, Inga Sif Sigfúsdóttir 0, Ína Salóme Sturludóttir 0, Auður Íris Ólafsdóttir 0.
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum