Viðskipti erlent

Nýtt viðmót Google+ opinberað í dag

Google svipti hulunni af endurbættu notendaviðmóti samskiptasíðunnar Google+ í dag.
Google svipti hulunni af endurbættu notendaviðmóti samskiptasíðunnar Google+ í dag. mynd/Google
Tæknifyrirtækið Google svipti hulunni af endurbættu notendaviðmóti samskiptasíðunnar Google+ í dag. Nýjungarnar eru margar hverjar keimlíkar þeim sem helstu keppinautar síðunnar hafa innleitt á síðustu mánuðum.

Á meðal þeirra nýjunga sem kynntar voru í dag eru forsíðumyndir og útlistun á vinsælum umræðuefnum. Bæði Facebook og Twitter hafa notast við slík viðmót.

Talið er að 170 milljón manns hafi skráð sig á Google+ frá því að síðan opnaði á síðasta ári. Ekki er þó vitað hversu margir af þeim eru virkir notendur á síðunni.

Endurbæturnar eru í takt við þá endurskipulagningu sem Google hefur staðið í á síðustu mánuðum. Markmið fyrirtækisins er að samhæfa mismunandi þjónustur þess.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×