Kristín ætlar ekki í forsetaframboð 12. apríl 2012 18:24 Kristín Ingólfsdóttir mynd/Anton Brink Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, ætlar ekki að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands en forsetakosningar fara fram í sumar. Í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum nú síðdegis segist hún þakka af auðmýkt og einlægni fyrir það mikla traust sem henni hefur sýnt um hugsanlegt framboð. „Að vel ígrunduðu máli hef ég í dag gefið afsvar stórum og öflugum hópi fólks hvaðanæva úr samfélaginu sem skorað hefur á mig að bjóða mig fram til embættis forseta Íslands í kosningunum 30. júní. Þessi niðurstaða er í samræmi við þau svör sem ég hef áður gefið af sama tilefni allt frá því á miðju síðasta ári. Aðstæður nú eru óvenjulegar og ég tel að forseti geti gengt mikilvægu leiðtogahlutverki við að endurskapa traust í samfélaginu, sem svo sárlega vantar. Niðurstaða mín er sú að ég geti mest lagt af mörkum enn um sinn í embætti rektors Háskóla Íslands. Ég vil við þetta tækifæri þakka af auðmýkt og einlægni fyrir það mikla traust sem mér hefur verið sýnt og ómetanlegan stuðning þeirra sem beint hafa þessum tilmælum til mín. Ég tel að ég eigi ólokið verki við Háskóla Íslands. Ég tókst á hendur rektorsembætti með það að markmiði að skapa einingu og sóknarhug og koma á breytingum sem gera skólann betur færan um að sinna hlutverki sínu. Á síðasta ári unnu starfsfólk og stúdentar stórkostlegan áfangasigur á þeirri vegferð þegar Háskóla Íslands var skipað í hóp 300 bestu háskóla af þeim 17,000 háskólum sem starfræktir eru í heiminum. Mörg brýn verkefni bíða þó enn úrlausnar. Ég tel að uppbygging menntakerfis og háskólastarfs í landinu sé einn mikilvægasti þátturinn í endurreisn samfélagsins hér eftir hrunið. Ég mun einbeita mér að því verki næstu misseri," segir Kristín í yfirlýsingunni. Forsetakosningar 2012 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, ætlar ekki að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands en forsetakosningar fara fram í sumar. Í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum nú síðdegis segist hún þakka af auðmýkt og einlægni fyrir það mikla traust sem henni hefur sýnt um hugsanlegt framboð. „Að vel ígrunduðu máli hef ég í dag gefið afsvar stórum og öflugum hópi fólks hvaðanæva úr samfélaginu sem skorað hefur á mig að bjóða mig fram til embættis forseta Íslands í kosningunum 30. júní. Þessi niðurstaða er í samræmi við þau svör sem ég hef áður gefið af sama tilefni allt frá því á miðju síðasta ári. Aðstæður nú eru óvenjulegar og ég tel að forseti geti gengt mikilvægu leiðtogahlutverki við að endurskapa traust í samfélaginu, sem svo sárlega vantar. Niðurstaða mín er sú að ég geti mest lagt af mörkum enn um sinn í embætti rektors Háskóla Íslands. Ég vil við þetta tækifæri þakka af auðmýkt og einlægni fyrir það mikla traust sem mér hefur verið sýnt og ómetanlegan stuðning þeirra sem beint hafa þessum tilmælum til mín. Ég tel að ég eigi ólokið verki við Háskóla Íslands. Ég tókst á hendur rektorsembætti með það að markmiði að skapa einingu og sóknarhug og koma á breytingum sem gera skólann betur færan um að sinna hlutverki sínu. Á síðasta ári unnu starfsfólk og stúdentar stórkostlegan áfangasigur á þeirri vegferð þegar Háskóla Íslands var skipað í hóp 300 bestu háskóla af þeim 17,000 háskólum sem starfræktir eru í heiminum. Mörg brýn verkefni bíða þó enn úrlausnar. Ég tel að uppbygging menntakerfis og háskólastarfs í landinu sé einn mikilvægasti þátturinn í endurreisn samfélagsins hér eftir hrunið. Ég mun einbeita mér að því verki næstu misseri," segir Kristín í yfirlýsingunni.
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira