Kristín ætlar ekki í forsetaframboð 12. apríl 2012 18:24 Kristín Ingólfsdóttir mynd/Anton Brink Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, ætlar ekki að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands en forsetakosningar fara fram í sumar. Í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum nú síðdegis segist hún þakka af auðmýkt og einlægni fyrir það mikla traust sem henni hefur sýnt um hugsanlegt framboð. „Að vel ígrunduðu máli hef ég í dag gefið afsvar stórum og öflugum hópi fólks hvaðanæva úr samfélaginu sem skorað hefur á mig að bjóða mig fram til embættis forseta Íslands í kosningunum 30. júní. Þessi niðurstaða er í samræmi við þau svör sem ég hef áður gefið af sama tilefni allt frá því á miðju síðasta ári. Aðstæður nú eru óvenjulegar og ég tel að forseti geti gengt mikilvægu leiðtogahlutverki við að endurskapa traust í samfélaginu, sem svo sárlega vantar. Niðurstaða mín er sú að ég geti mest lagt af mörkum enn um sinn í embætti rektors Háskóla Íslands. Ég vil við þetta tækifæri þakka af auðmýkt og einlægni fyrir það mikla traust sem mér hefur verið sýnt og ómetanlegan stuðning þeirra sem beint hafa þessum tilmælum til mín. Ég tel að ég eigi ólokið verki við Háskóla Íslands. Ég tókst á hendur rektorsembætti með það að markmiði að skapa einingu og sóknarhug og koma á breytingum sem gera skólann betur færan um að sinna hlutverki sínu. Á síðasta ári unnu starfsfólk og stúdentar stórkostlegan áfangasigur á þeirri vegferð þegar Háskóla Íslands var skipað í hóp 300 bestu háskóla af þeim 17,000 háskólum sem starfræktir eru í heiminum. Mörg brýn verkefni bíða þó enn úrlausnar. Ég tel að uppbygging menntakerfis og háskólastarfs í landinu sé einn mikilvægasti þátturinn í endurreisn samfélagsins hér eftir hrunið. Ég mun einbeita mér að því verki næstu misseri," segir Kristín í yfirlýsingunni. Forsetakosningar 2012 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira
Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, ætlar ekki að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands en forsetakosningar fara fram í sumar. Í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum nú síðdegis segist hún þakka af auðmýkt og einlægni fyrir það mikla traust sem henni hefur sýnt um hugsanlegt framboð. „Að vel ígrunduðu máli hef ég í dag gefið afsvar stórum og öflugum hópi fólks hvaðanæva úr samfélaginu sem skorað hefur á mig að bjóða mig fram til embættis forseta Íslands í kosningunum 30. júní. Þessi niðurstaða er í samræmi við þau svör sem ég hef áður gefið af sama tilefni allt frá því á miðju síðasta ári. Aðstæður nú eru óvenjulegar og ég tel að forseti geti gengt mikilvægu leiðtogahlutverki við að endurskapa traust í samfélaginu, sem svo sárlega vantar. Niðurstaða mín er sú að ég geti mest lagt af mörkum enn um sinn í embætti rektors Háskóla Íslands. Ég vil við þetta tækifæri þakka af auðmýkt og einlægni fyrir það mikla traust sem mér hefur verið sýnt og ómetanlegan stuðning þeirra sem beint hafa þessum tilmælum til mín. Ég tel að ég eigi ólokið verki við Háskóla Íslands. Ég tókst á hendur rektorsembætti með það að markmiði að skapa einingu og sóknarhug og koma á breytingum sem gera skólann betur færan um að sinna hlutverki sínu. Á síðasta ári unnu starfsfólk og stúdentar stórkostlegan áfangasigur á þeirri vegferð þegar Háskóla Íslands var skipað í hóp 300 bestu háskóla af þeim 17,000 háskólum sem starfræktir eru í heiminum. Mörg brýn verkefni bíða þó enn úrlausnar. Ég tel að uppbygging menntakerfis og háskólastarfs í landinu sé einn mikilvægasti þátturinn í endurreisn samfélagsins hér eftir hrunið. Ég mun einbeita mér að því verki næstu misseri," segir Kristín í yfirlýsingunni.
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira