Tekjur tæknifyrirtækisins Google námu 10.65 milljörðum dollara á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Þetta er 24% hærri tekjur en á sama tímabili árið 2011.
Fyrirtækið birti útlistun á áætluðum tekjum sínum í gær.
Stór hluti teknanna eða um 10.2 milljarðar dollara koma frá auglýsingasölu.
Hreinn hagnaður Google var því 2.89 milljarðar dollara á síðasta ársfjórðungi en það er tvöfalt meira en í fyrra.
Lausafjárstaða fyrirtækisins heldur þannig áfram að styrkjast og hefur Google nú um 50 milljarða dollara í ráðstöfunarfé.
Tekjur Google halda áfram aukast
