Sport

Kvennasveit Íslands Norðurlandameistari í kata

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Verðlaunahafar Íslands á Norðurlandameistaramótinu í karate.
Verðlaunahafar Íslands á Norðurlandameistaramótinu í karate. Mynd/Karatesamband Íslands
Ísland eignaðist um helgina Norðurlandameistara í kata þegar að kvennasveit Íslands vann til gullverðlauna í liðakeppni á Norðurlandameistaramótinu í karate.

Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland vinnur gull í liðakeppni en tvívegis hafa Íslendingar unnið til gullverðlauna í einstaklingsflokki.

Kvennasveitin hafði betur gegn Eistlandi í úrslitum en sveit Íslands skipuðu Aðalheiður Rósa Harðardóttir, Kristín Magnúsdóttir og Svana Katla Þorsteinsdóttir.

Karlasveit Íslands vann einnig til verðlauna en hún varð í þriðja sæti í karlaflokki. Þá unnu fjórir Íslendingar bronsverðlaun í sínum flokkum, eins og sjá má hér fyrir neðan:

Gull í Teamkata kvenna:

Sveit Íslands: Aðalheiður Rósa Harðardóttir, Kristín Magnúsdóttir og Svana Katla Þorsteinsdóttir.

Brons í Teamkata karla:

Sveit Íslands: Birkir Indriðason, Davíð Freyr Guðjónsson og Heiðar Benediktsson.

Brons í kata junior: Davíð Freyr Guðjónsson.

Brons í kumite cadet -54 kg: Helga Kristín Ingólfsdóttir.

Brons í kata junior: Heiðar Benediktsson.

Brons í kumite junior: Jóhannes Gauti Óttarsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×