Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar töluvert

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði töluvert í nótt og fór tunnan af Brent olíunni undir 120 dollara á tunnuna.

Hefur verðið á Brentolíunni því lækkað um hátt í tvo dollara á tunnuna frá því fyrir helgina. Hefur Brentolían ekki kostað minna síðan í febrúar s.l.

Bandaríska léttolían hefur einnig lækkað í verði en ekki eins mikið og stendur tunnan af henni í 102 dollurum. Hefur léttolían því lækkað um dollar frá því fyrir helgi.

Miklar sveiflur hafa verið á heimsmarkaðsverði á olíunni það sem af er þessu ári en Brent olían fór hæst í rúma 128 dollara á tunnuna í mars s.l.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×