Viðskipti erlent

Watson tilkynnir um kaupin á Actavis í mánaðarlok

Reiknað er með að bandaríska lyfjafyrirtækið Watson tilkynni um kaup sín á Actavis í lok þessa mánaðar. Þetta kemur fram í frétt á Reuters sem segir að Watson sé nú að afla sér lánsfjár upp á 6 milljarða dollara eða rúmlega 760 milljarða króna.

Reuters hefur eftir heimildum að lánsfjáröflunin verði ekki vandamál fyrir Watson og að raunar standi alþjóðlegir bankar í röð eftir tækifæri til að koma að henni. Hinsvegar mun Merril Lynch sennilega verða fremstur í flokki þessara banka en Merril Lynch hefur áður aðstoðað Watson við fjármögnun lána.

Í frétt Reuters segir að af þessum 6 milljörðum dollara reiknað með að 2 milljarðar verði í formi langtímalána en 4 milljarðar í formi brúarláns og skuldabréfaútgáfu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×