Apple og Greenpeace í hár saman 17. apríl 2012 22:00 Tæknirisinn Apple fær falleinkunn í nýlegri skýrslu Greenpeace um orkunotkun stórfyrirtækja. mynd/AP Tæknirisinn Apple fær falleinkunn í nýlegri skýrslu Greenpeace um orkunotkun stórfyrirtækja. Þetta er annað árið í röð sem náttúruverndarsamtökin saka Apple um að nota umhverfisspillandi aðferðir við rekstur netþjónabúa sinna. Í skýrslunni kemur fram að Apple noti enn kolefniseldsneyti í miklu mæli. Þá hafi notkun fyrirtækisins á þessari óvistvænu orku aukist mikið á síðasta ári. Ástæðan fyrir þessu er sögð vera ný netþjónabú Apple í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum sem meðal annars sjá um rekstur iCloud og Siri þjónustuforritsins. „Stór tæknifyrirtæki eins og Facebook og Google hafa nú tekið forystu í þessum efnum," sagði Dave Pomerantz, talsmaður Greenpeace. „Á sama tíma dregur Apple úr áherslum sínum á vistæna orkunýtingu." „Það er einfaldlega skammarlegt að fyrirtæki sem stærir sig af því að hugsa út fyrir kassann sé nú að misstíga sig í þessum málum," sagði Pomerantz.Netþjónabú Apple í Norður-Karólínu er eitt það stærsta í heimi.Apple hefur svarað ásökunum Greenpeace fullum hálsi. Fyrirtækið segir að rannsóknarmenn Greenpeace vanmeti vistvæna eiginleika netþjónabúsins í Norður-Karólínu. Talsmenn Greenpeace gefa þó lítið fyrir staðhæfingar Apple. Í svari náttúruverndarsamtakanna kemur fram að netþjónabúið notið allt að 100 megavött af orku og að aðeins 10% komi frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Apple segir að netþjónabúið noti í raun 20 megavött af orku og að umhverfisvænir orkugjafar sjái því fyrir 60% af heildar orkunýtingu þessu. Náttúruverndarsamtökin segja að staðhæfingar Apple séu uppspuni. Greenpeace hefur áður gagnrýnt tæknirisann fyrir að að nota heilsuspillandi efni í vörum sínum - þar á meðal eldtefjandi efni. Mest lesið Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Tæknirisinn Apple fær falleinkunn í nýlegri skýrslu Greenpeace um orkunotkun stórfyrirtækja. Þetta er annað árið í röð sem náttúruverndarsamtökin saka Apple um að nota umhverfisspillandi aðferðir við rekstur netþjónabúa sinna. Í skýrslunni kemur fram að Apple noti enn kolefniseldsneyti í miklu mæli. Þá hafi notkun fyrirtækisins á þessari óvistvænu orku aukist mikið á síðasta ári. Ástæðan fyrir þessu er sögð vera ný netþjónabú Apple í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum sem meðal annars sjá um rekstur iCloud og Siri þjónustuforritsins. „Stór tæknifyrirtæki eins og Facebook og Google hafa nú tekið forystu í þessum efnum," sagði Dave Pomerantz, talsmaður Greenpeace. „Á sama tíma dregur Apple úr áherslum sínum á vistæna orkunýtingu." „Það er einfaldlega skammarlegt að fyrirtæki sem stærir sig af því að hugsa út fyrir kassann sé nú að misstíga sig í þessum málum," sagði Pomerantz.Netþjónabú Apple í Norður-Karólínu er eitt það stærsta í heimi.Apple hefur svarað ásökunum Greenpeace fullum hálsi. Fyrirtækið segir að rannsóknarmenn Greenpeace vanmeti vistvæna eiginleika netþjónabúsins í Norður-Karólínu. Talsmenn Greenpeace gefa þó lítið fyrir staðhæfingar Apple. Í svari náttúruverndarsamtakanna kemur fram að netþjónabúið notið allt að 100 megavött af orku og að aðeins 10% komi frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Apple segir að netþjónabúið noti í raun 20 megavött af orku og að umhverfisvænir orkugjafar sjái því fyrir 60% af heildar orkunýtingu þessu. Náttúruverndarsamtökin segja að staðhæfingar Apple séu uppspuni. Greenpeace hefur áður gagnrýnt tæknirisann fyrir að að nota heilsuspillandi efni í vörum sínum - þar á meðal eldtefjandi efni.
Mest lesið Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira