Fótbolti

Di Matteo: Nánast fullkomið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Roberto Di Matteo, til hægri, í leiknum í kvöld.
Roberto Di Matteo, til hægri, í leiknum í kvöld. Nordic Photos / Getty Images
Roberto Di Matteo, stjóri Chelsea, var vitanlega hæstánægður með sína menn og sigurinn á Barcelona í kvöld.

Chelsea vann leikinn 1-0 en þetta var fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum. Síðari leikurinn fer fram í Barcelona á þriðjudaginn eftir helgi.

„Þetta var nánast fullkomið og frábær úrslit fyrir okkur," sagði Di Matteo sem tók við Chelsea á miðju tímabili eftir að Andre Villas-Boas var sagt upp störfum. Síðan þá hefur liðið blómstrað.

„Þegar maður spilar gegn Barcelona þá þarf maður að verjast mikið. Þeir eru mjög mikið með boltann og eru hættulegir þegar þeir eru í sókn. Það þarf að takmarka þá hættu og nýta svo færin sín mjög vel," sagði Di Matteo.

„Didier Drogba skoraði markið mikilvæga í kvöld en það var frammistaða liðsins sem skipti mestu máli. Leikmenn sýndu gegn besta liði heims hvað þeir geta."

„Það eru núna helmingslíkur á því að við komumst áfram en það þarf enn að spila seinni leikinn á útivelli."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×