Fótbolti

Eru Ítalir bestir í því að stoppa Lionel Messi?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi.
Lionel Messi. Mynd/Nordic Photos/Getty
Lionel Messi verður í sviðsljósinu í kvöld þegar Barcelona tekur á móti AC Milan í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Liðin gerðu markalaust jafntefli í fyrri leiknum í Mílanó og það er því mikil spenna fyrir þennan leik.

Lionel Messi hefur skorað 56 mörk fyrir Barcelona á tímabilinu og bætti nýverið markamet félagsins. Spænskir fjölmiðlar hafa hinsvegar bent á það hversu illa hefur gengið hjá Messi að skora á móti ítölskum liðum í Meistaradeildinni.

Messi hefur aðeins skorað eitt mark á 609 mínútum á móti ítölskum liðum í Meistaradeildinni og það mark kom úr vítaspyrnu á móti AC Milan í riðlakeppninni í vetur.

„Það er ekki auðvelt að skora á móti ítölskum vörnum því þeir munu setja átta menn inn í vítateiginn ef þeir þurfa á því að halda. Ef þið eruð aftur á móti að segja að Messi skori ekki á móti ítölskum liðum, þá bíðið þið bara rólegir," sagði Pep Guardiola, þjálfari Barcelona.



Leikir Messi á móti ítölskum liðum í Meistaradeildinni:

2011-12

13.09.11 Barcelona - AC Milan 2-2 - 90 mínútur, 0 mörk

23.11.11 AC Milan - Barcelona 2-3 - 90 mínútur, 1 mark úr víti

28.03.12 AC Milan - Barcelona 0-0 - 90 mínútur, 0 mörk

2009-10

16.09.09 Inter Milan - Barcelona 0-0 - 90 mínútur, 0 mörk

20.04.10 Inter Milan - Barcelona 3-1 - 90 mínútur, 0 mörk

28.04.10 Barcelona - Inter Milan 1-0 - 90 mínútur, 0 mörk

2005-06

27.09.05 Barcelona - Udinese 4-1 - 69 mínútur - 0 mörk



Samantekt á leikjum Messi í Meistaradeildinni:

Á móti ítölskum liðum

7 leikir, 1 mark

Á móti liðum frá öðrum löndum

58 leikir, 48 mörk

Tímabilið 2011-12:

Á móti ítölskum liðum

3 leikir, 1 mark

Á móti liðum frá öðrum löndum

5 leikir, 11 mörk




Fleiri fréttir

Sjá meira


×