Chelsea komst naumlega áfram Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. apríl 2012 18:14 Nordic Photos / AFP Chelsea er komið áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-1 sigur á Benfica á heimavelli í kvöld. Chelsea vann samanlagt 3-1 sigur og mætir nú Barcelona í undanúrslitunum síðar í mánuðinum. Það stóð þó tæpt á lokamínútunum því staðan var 1-1 þegar skammt var til leiksloka og Benfica hefði dugað eitt mark til viðbótar til að slá Chelsea úr leik. En þökk sé marki varamannsins Raul Meireles í uppbótartíma náði Chelsea að gulltryggja sæti sitt í undanúrslitum keppninnar. Frank Lampard skoraði fyrsta mark leiksins á 20. mínútu úr vítaspyrnu. Javi Garcia braut þá á Ashley Cole og Lampard skoraði örugglega. Undir lok fyrri hálfleiksins fékk svo Maxi Pereira, fyrirliði Benfica, að líta rauða spjaldið fyrir sína aðra áminningu í leiknum. Það var því fátt sem benti til þess að þeim portúgölsku tækist að koma sér aftur inn í leikinn, manni færri. Benfica lét þó ekki segjast og fékk sín færi í seinni hálfleik. Petr Cech varði glæsilega frá Oscar Cardozo snemma í hálfleiknum en stuttu síðar fékk reyndar Ramires gullið tækifæri til að koma Chelsea tveimur mörkum yfir en brenndi af fyrir opnu marki. Fernando Torres og Juan Mata komust svo báðir nálægt því að skora fyrir Chelsea en án árangurs þó. Það átti eftir að reynast dýrkeypt því Benfica náði að jafna metin um sex mínútum fyrir leikslok. Garcia skoraði þá með skalla eftir hornspyrnu en hann nýtti sér slakan varnarleik heimamanna og var dauðafrír á nærstöng. Benfica sótti nokkuð eftir þetta, þrátt fyrir að hafa verið manni færri, en heimamönnum til mikils léttis náði Mereiles að tryggja sínum mönnum sigurinn með marki úr skyndisókn í uppbótartíma. Chelsea fær nú það erfiða verkefni að mæta Spánar- og Evrópumeisturum Barcelona í undanúrslitum en leikirnir fara fram dagana 18. og 24. apríl. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 74-70| Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Leik lokið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Fleiri fréttir Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Í beinni: Stjarnan - Afturelding | Þurfa að svara fyrir sig Í beinni: Víkingur - Fram | Hörkuleikur í Fossvogi Í beinni: Breiðablik - KR | Meistararnir mæta læriföður Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjá meira
Chelsea er komið áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-1 sigur á Benfica á heimavelli í kvöld. Chelsea vann samanlagt 3-1 sigur og mætir nú Barcelona í undanúrslitunum síðar í mánuðinum. Það stóð þó tæpt á lokamínútunum því staðan var 1-1 þegar skammt var til leiksloka og Benfica hefði dugað eitt mark til viðbótar til að slá Chelsea úr leik. En þökk sé marki varamannsins Raul Meireles í uppbótartíma náði Chelsea að gulltryggja sæti sitt í undanúrslitum keppninnar. Frank Lampard skoraði fyrsta mark leiksins á 20. mínútu úr vítaspyrnu. Javi Garcia braut þá á Ashley Cole og Lampard skoraði örugglega. Undir lok fyrri hálfleiksins fékk svo Maxi Pereira, fyrirliði Benfica, að líta rauða spjaldið fyrir sína aðra áminningu í leiknum. Það var því fátt sem benti til þess að þeim portúgölsku tækist að koma sér aftur inn í leikinn, manni færri. Benfica lét þó ekki segjast og fékk sín færi í seinni hálfleik. Petr Cech varði glæsilega frá Oscar Cardozo snemma í hálfleiknum en stuttu síðar fékk reyndar Ramires gullið tækifæri til að koma Chelsea tveimur mörkum yfir en brenndi af fyrir opnu marki. Fernando Torres og Juan Mata komust svo báðir nálægt því að skora fyrir Chelsea en án árangurs þó. Það átti eftir að reynast dýrkeypt því Benfica náði að jafna metin um sex mínútum fyrir leikslok. Garcia skoraði þá með skalla eftir hornspyrnu en hann nýtti sér slakan varnarleik heimamanna og var dauðafrír á nærstöng. Benfica sótti nokkuð eftir þetta, þrátt fyrir að hafa verið manni færri, en heimamönnum til mikils léttis náði Mereiles að tryggja sínum mönnum sigurinn með marki úr skyndisókn í uppbótartíma. Chelsea fær nú það erfiða verkefni að mæta Spánar- og Evrópumeisturum Barcelona í undanúrslitum en leikirnir fara fram dagana 18. og 24. apríl.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 74-70| Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Leik lokið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Fleiri fréttir Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Í beinni: Stjarnan - Afturelding | Þurfa að svara fyrir sig Í beinni: Víkingur - Fram | Hörkuleikur í Fossvogi Í beinni: Breiðablik - KR | Meistararnir mæta læriföður Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn