Erlent

Breivik féllst á að gefa CNN einkaviðtal fyrir réttarhöld

Breivik.
Breivik. Mynd/AFP
Fjöldamorðinginn Anders Breivik hefur fallist á að gefa bandarísku fréttastofunni CNN viðtal fyrir réttarhöldin yfir honum sem eiga að hefjast 16. apríl næstkomandi. CNN staðfestir við NRK að þeir hafi falast eftir viðtali við fjöldamorðingjann sem myrti 77 vinstri sinnuð ungmenni í Útey síðasta sumar.

Viðtalið er þó nokkrum vandkvæðum bundið. Þannig þurfa fréttamennirnir sérstakt leyfi fangelsisyfirvalda til þess að hitta Breivik þar sem kanna þarf bakgrunn myndatökumanns á vegum fréttateymisins. Þá þurfa þeir einnig leyfi frá norskum yfirvöldum.

Gagnrýnendur segja það augljóst að Breivík vilji ekki ræða við norska fjölmiðla þar sem hann vill ekki svara erfiðum spurningum. Hann hafi því valið sér stóran alþjóðlegan fréttamiðil til þess að koma skoðunum sínum á framfæri.

Verjandi Breiviks hefur ráðlagt honum að tala ekki við fjölmiðla fyrir réttarhöldin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×