Nefna dansdúett eftir stærsta vöðva líkamans 30. mars 2012 11:15 Þeir Margeir Ingólfsson og Stephan Stephensen mynda dansdúettinn Gluteus Maximus en þeir hafa einnig stofnað útgáfufyrirtækið Radíó Bongó. Á morgun frumflytja þeir lagið Everlasting á RFF í Hörpu en Högni Egilsson er gestasöngvari í laginu. Mynd/Vilhelm „Ég er viss um að við verðum eftirlætishljómsveit sjúkra- og einkaþjálfara," segir plötusnúðurinn Margeir Ingólfsson um dansdúettinn Gluteus Maximus sem hann hefur stofnað ásamt Stephan Stephensen. Dúettinn kemur í fyrsta sinn fram á Reykjavík Fashion Festival í Hörpu á morgun en þar frumflytur hann lagið Everlasting og hefur fengið til liðs við sig söngvarann Högna Egilsson. „Við erum mjög ánægðir með að Högni samþykkti að syngja í laginu enda með frábæra rödd. Við erum langt komnir með næsta lag og þar fáum við leikarann Magnús Jónsson til liðs við okkur," segir Margeir og bætir við að dúettinn ætli sér að vinna með ýmsum gestasöngvurum í framtíðinni. Nafn dúettsins vekur athygli en Gluetus Maximus er heiti á stærsta vöðva líkamans, rassvöðvans. „Rassvöðvinn er mjög mikilvægur. Maður getur til dæmis ekki dansað án rassvöðvans ," segir Margeir. Margeir og Stephan, betur þekktur sem President Bongo úr GusGus, hafa verið að vinna saman í nokkurn tíma og þá aðallega við að endurhljóðblanda lög, til dæmis fyrir sveitina Sigur Rós. „Samstarf okkar nær nokkur ár aftur í tímann en við höfum undanfarið verið að prófa okkur áfram með eigið efni og nú er komið að frumflutningi á því," segir Margeir en það er góðvinur þeirra, finnski tónlistarmaðurinn Jimi Tenor, sem samdi enska texta lagsins. Lagið kemur út með vorinu hjá nýstofnaðri útgáfu þeirra kappa, Radíó Bongó, en það er Stephan sem á veg og vanda að þeirri útgáfu. Hún sérhæfir sig í að gefa út tónlist á vínyl í takmörkuðu upplagi. Lagið Everlasting verður önnur útgáfa Radíó Bongó en sú fyrsta er sólóplata Davíðs Þórs Jónssonar píanóleikara. „Dúettinn er kominn til að vera og við erum spenntir yfir að koma í fyrsta sinn fram á Íslandi en hingað til höfum við verið að prufukeyra Gluteus Maximus erlendis við góðar viðtökur," segir Margeir og er nokkuð viss um að þeir hnykli rassvöðvana á tískupöllunum í Hörpu á morgun. alfrun@frettabladid.is RFF Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
„Ég er viss um að við verðum eftirlætishljómsveit sjúkra- og einkaþjálfara," segir plötusnúðurinn Margeir Ingólfsson um dansdúettinn Gluteus Maximus sem hann hefur stofnað ásamt Stephan Stephensen. Dúettinn kemur í fyrsta sinn fram á Reykjavík Fashion Festival í Hörpu á morgun en þar frumflytur hann lagið Everlasting og hefur fengið til liðs við sig söngvarann Högna Egilsson. „Við erum mjög ánægðir með að Högni samþykkti að syngja í laginu enda með frábæra rödd. Við erum langt komnir með næsta lag og þar fáum við leikarann Magnús Jónsson til liðs við okkur," segir Margeir og bætir við að dúettinn ætli sér að vinna með ýmsum gestasöngvurum í framtíðinni. Nafn dúettsins vekur athygli en Gluetus Maximus er heiti á stærsta vöðva líkamans, rassvöðvans. „Rassvöðvinn er mjög mikilvægur. Maður getur til dæmis ekki dansað án rassvöðvans ," segir Margeir. Margeir og Stephan, betur þekktur sem President Bongo úr GusGus, hafa verið að vinna saman í nokkurn tíma og þá aðallega við að endurhljóðblanda lög, til dæmis fyrir sveitina Sigur Rós. „Samstarf okkar nær nokkur ár aftur í tímann en við höfum undanfarið verið að prófa okkur áfram með eigið efni og nú er komið að frumflutningi á því," segir Margeir en það er góðvinur þeirra, finnski tónlistarmaðurinn Jimi Tenor, sem samdi enska texta lagsins. Lagið kemur út með vorinu hjá nýstofnaðri útgáfu þeirra kappa, Radíó Bongó, en það er Stephan sem á veg og vanda að þeirri útgáfu. Hún sérhæfir sig í að gefa út tónlist á vínyl í takmörkuðu upplagi. Lagið Everlasting verður önnur útgáfa Radíó Bongó en sú fyrsta er sólóplata Davíðs Þórs Jónssonar píanóleikara. „Dúettinn er kominn til að vera og við erum spenntir yfir að koma í fyrsta sinn fram á Íslandi en hingað til höfum við verið að prufukeyra Gluteus Maximus erlendis við góðar viðtökur," segir Margeir og er nokkuð viss um að þeir hnykli rassvöðvana á tískupöllunum í Hörpu á morgun. alfrun@frettabladid.is
RFF Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira