Sundkappinn Anton Sveinn McKee hefur verið í miklu stuði á spænska meistaramótinu í sundi og tvíbætti Íslandsmetið í 400 metra fjórsundi í dag.
Hann bætti það fyrst um tæpar fjórar sekúndur í undanrásunum í morgun og bætti um betur í úrslitasundinu seinni partinn er hann synti á 4:26,37 mínútum og bætti metið um 27 hundraðshluta úr sekúndu.
Þessi tími dugði stráknum í fjórða sætið.

