Viðskipti erlent

Saudiarabar ætla að lækka heimsmarkaðsverð á olíu

Stjórnvöld í Saudi Arabíu eru byrjuð að beita sér fyrir því að lækka heimsmarkaðsverð á olíu. Stefnt er að því að ná verðinu niður í 100 dollara á tunnuna en Brent olían kostar rúmlega 125 dollara á tunnuna í augnablikinu.

Í frétt um málið í Financial Times segir að Saudiarabar ætli sér að auka útflutning sinn á olíu til Bandaríkjanna samhliða því að auka framleiðslu sína verulega.

Financial Times segir að þessar aðgerðir Saudiaraba hafi enn ekki verið tilkynntar opinberlega en hinsvegar hafi þeir pantað nokkur risaolíuflutningaskip aukalega í síðustu viku til að annast flutninginn á hinni auknu olíuframleiðslu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×