Seðlabanki Danmerkur hagnaðist vel á gullforða sínum á síðasta ári.
Alls á bankinn 66,5 tonn af gulli í hvelfingum sínum og sá forði skilaði bankanum hagnaði upp á 2,4 milljarða danskra króna eða yfir 50 milljarða króna að því er segir í ársreikningi bankans fyrir síðasta ár. Raunar myndaði gullforðinn helming af heildarhagnaði seðlabankans upp á 4,7 milljarða danskra kr. í fyrra.
Löng hefð er fyrir því að Seðlabanki Danmerkur liggi með stóran gullforða og hefur hluti hans stundum verið notaður sem veð fyrir lánum bankans.
Danir hagnast vel á gullforða sínum
