Viðskipti erlent

Milljónamæringum fjölgar aftur í Bandaríkjunum

Milljónamæringum fer nú aftur fjölgandi í Bandaríkjunum. Þeir eru hinsvegar enn umtalsvert færri en árið 2007 eða fyrir fjármálakreppuna.

Í nýrri úttekt ráðgjafafyrirtækisins Spectrem Group kemur fram að heimilum í Bandaríkjunum með yfir milljón dollara í árstekjur fjölgaði um 200 þúsund í fyrra og voru þau orðin 8,6 milljónir talsins um áramótin. Þetta eru þó umtalsvert færri heimili en árið 2007, þ.e. árið fyrir fjármálakreppuna, en þá voru 9,2 milljónir heimila í Bandaríkjunm með yfir milljón dollara í tekjur.

Árið 2008 þegar kreppan skall á hrundi fjöldi bandarískra milljónamæringa aftur á móti niður í 6,7 milljónir.

Þeim sem teljast ofurríkir í Bandaríkjunum, það er heimili með meir en 25 milljónir dollara í tekjur, hefur einnig fjölgað og eru orðnir 107 þúsund talsins. Árið 2007 voru hinsvegar 125.000 heimili í Bandaríkjunum með meir en 25 milljónir dollara, það er rúma þrjá milljarða króna, í árstekjur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×