Viðskipti erlent

Enn meiri olía í Barentshafi en áður var talið

Olíufundur Norðmanna í Barentshafi gæti verið mun stærri en áður var talið. Þetta kemur fram í viðskiptablaðinu Dagens Næringsliv.

Þar segir að áður var talið að vinna mætti allt að 500 milljónir tunna af olíu á svokölluðu Skrugard svæði. Dagens Næringsliv segir að sennilega megi bæta við 350 milljónum tunna við það magn.

Þetta mun hafa komið fram á fundi sem Statoil hélt nýlega með olíufélögum sem áhuga hafa á leit á svæðinu. Statoil vill hinsvegar ekki staðfesta upplýsingar blaðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×