Formúla 1

Massa loksins ánægður í Ferrari bílnum

Birgir Þór Harðarson skrifar
Massa hefur átt erfitt uppdráttar og látið Alonso sigra sig aftur og aftur.
Massa hefur átt erfitt uppdráttar og látið Alonso sigra sig aftur og aftur. nordicphotos/afp
Felipe Massa hefur átt gríðarlega erfitt uppdráttar í Ferrari F2012 bílnum en segist nú loks vera farinn að líða vel í bílnum. Massa segir timatökuna í morgun hafa verið í fyrsta sinn sem hann hafi ekið bílnum eins og hann eigi að vera.

"Það var jákvætt að eiga venjulega tímatöku þar sem bílinn stenst væntingar," sagði Massa. "Við breyttum öllu á bílnum sem við gátum og í fyrsta sinn ók ég bílnum eins og vil hafa hann."

Massa mun ræsa í 12. sæti á ráslínunni í kappakstrinum á morgun. Hann komst ekki upp úr annari lotu tímatökunnar en liðsfélagi hans Fernando Alonso komst í síðustu umferðina og setti níunda besta tíma þar, tæpum 0,2 sekúntum á undan Massa.

Alonso mun þó ræsa áttundi því Kimi Raikkönen á Lotus fellur um fimm sæti á ráslínunni því hann skipti um gírkassa eftir æfingar föstudagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×