Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Keflavík 73-68 | Haukar 2-0 yfir Guðmundur Marinó Ingvarsson á Ásvöllum skrifar 26. mars 2012 19:00 Mynd/Stefán Haukar sigruðu Keflavík öðru sinni í undanúrslitum Iceland Express deild kvenna í kvöld 73-68 og leiða þar með einvígið 2-0. Frábær fyrri hálfleikur og góður leikur í fjórða leikhluta tryggði Haukum sigurinn eftir að Keflavík hafði komist yfir í þriðja leikhluta. Haukar voru mun sterkari í fyrri hálfleik og með Jencce Ann Rhoads í sérflokki var liðið með frumkvæðið frá uppkasti og þar til flautað var til hálfleiks. Keflavík er með baráttuglatt lið og náði að halda sér inni í leiknum með mikilli baráttu og yfirburðum í frákasta baráttunni. Haukar voru þó sex stigum yfir í hálfleik 39-33. Pálína Gunnlaugsdóttir lék frábæra vörn á Rhoads í seinni hálfleik og lagði að grunninn að því að Keflavík komst yfir í þriðja leikhluta.Margt benti til þess að Keflavík myndi ná að jafna metin í einvíginu þegar Haukar misstu annan byrjunarliðsmann sinn í meiðsli snemma í fjórða leikhluta. Íris Sverrisdóttir fór meidd á sjúkrahús eftir að hafa farið úr lið á hægra hné í öðrum leikhluta og í upphafi fjórða meiddist Guðrún Ósk Ámundadóttir einnig á hné. Keflavík náði sjö stiga forystu þegar átta mínútur voru eftir 60-53 en þá setti Haukavörnin í lás og hver leikmaðurinn á fætur öðrum steig upp í sókninni auk þess sem liðið tók 7 sóknarfráköst í leikhlutanum en þar fór Tierny Jenkins mikinn en hún tók alls 22 fráköst í leiknum auk þess að skora 15 stig. Rhoads var stigahæst í liði Hauka með 29 stig en hjá Keflavík skoraði Jaleesa Butler 24 auk þess að taka 13 fráköst. Birna Valgarðsdóttir skoraði 14 stig og Ebon Mangum 13. Gunnhildur: Það varð einhver að stíga uppMynd/HagGunnhildur Gunnarsdóttir sýndi að hún er með stáltaugar í lokin þegar hún setti niður þrjú vítaskot í röð og gerði út um leikinn á síðustu sekúndunum. "Þetta var svolítið mikil pressa en þar sem Íris datt út varð einhver að stíga upp," sagði Gunnhildur hógvær í leikslok. "Ég viðurkenni að ég var mjög stressuð og meðvituð um stöðuna svo ég vissi hvað ég þurfti að setja þessi víti niður en það er ekkert hægt að hugsa of mikið um þetta, ég gerði þetta bara." "Við ætluðum okkur þennan sigur. Við misstum Guðrúnu og Írisi út og það bjóst örugglega enginn við þessu en við fengum aukinn styrk og ákváðum að klára þetta," sagði Gunnhildur að lokum. Bjarni: Ætlum að klára þetta í KeflavíkMynd/Baldur Beck"Við erum í fínni stöðu og ef einhver hefði sagt mér fyrir seríuna að við værum komnir í 2-0 eftir tvo leiki þá hefði ég tekið því glaður en við höfum ekki unnið neitt ennþá," sagði Bjarni Magnússon þjálfari Hauka í leikslok. "Íris verður eflaust ekki meira með, læknar segja að hún hafi farið úr hnjálið en það á eftir að koma í ljós með Guðrúnu. Við sýndum í staðin að við eigum aðrar stelpur sem geta stigið upp og ég er mjög stoltur af þeim. Við verðum að treysta á það lið sem við erum með og ég treysti þeim fullkomlega." "Ég vona enginn að við myndum koma hér í kvöld og Keflavík myndi leggjast á hnén og gefast upp. Við vissum allan tímann að Keflavík myndi spila í 40 mínútur af fullum krafti. Við töluðum um það í leikhléunum að ef þær myndu eiga góða spretti þá þyrftum við að halda kúlinu og leikskipulaginu. Við þurftum aðeins að sverfa á þar sem við duttum út úr hlutum sem við ætluðum að gera og við náðum því aftur og að sigla þessu heim." "Gunnhildur er búin að meidd meira og minna í allan vetur og það er frábært að fá hana þarna inn þegar Íris dettur út og hún skilar sínum leik, svellköld á vítalínunni." "Stelpurnar gera sér algjörlega grein fyrir því að ef þú kemur á hálfum hug til Keflavíkur, þá ertu tekinn í nefið. Við erum bara 2-0 yfir. Við getum fagnað því í kvöld en á morgun hefst undirbúningurinn fyrir erfiðan leik í Keflavík á miðvikudaginn en við ætlum að fara þangað og gera eins og síðast. Við ætlum að klára þetta," sagði Bjarni að lokum. Falur: Ætlum að vinna þetta 3-2Mynd/Anton"Við ætlum að vinna þessa seríu 3-2. Við ætlum að fara í gegnum þessa seríu þó við séum búnar að gera okkur þetta afar erfitt," sagði Falur Harðarson þjálfari Keflavíkur í leikslok. "Þetta var hörkuleikur en við áttum að taka þetta. Við vorum með þennan leik í höndunum en gáfum eftir í fjórða leikhluta. Við gerðum ekki nóg vel í að stíga út. Þær tóku sjö sóknarfráköst í fjórða leikhluta sem er allt, allt of mikið. Við stigum þær vel út í þrjá leikhluta en gerðum það mjög illa í fjórða leikhluta og það varð okkur að falli." "Pálína var frábær á Rhoads í seinni hálfleik. Hún var með 21 stig í hálfleik og endar leikinn með 29 stig. Það var bara því miður ekki nóg. Þær taka þessi sóknarfráköst og fá því fleiri tækifæri en við. Þá erum við að gera okkur þann óleik að spila ekki á jafnréttisgrundvelli." "Þetta er körfubolti. Við gáfum þetta frá okkur í lokin en nú er að snúa þessu við og byrja á leiknum á miðvikudaginn og svo koma aftur hingað og vinna og klára þetta svo heima," sagði Falur, flóknara er það ekki. Leik lokið | Haukar - Keflavík 73-684. leikhluti. Gunnhildur stelur boltanum og fer aftur á vítalínuna þegar 5,2 sekúndur eru eftir. Hún setur fyrra vítið niður, 73-68.4. leikhluti. Níu sekúndur eftir og Haukar fjórum stigum yfir, Gunnhildur Gunnarsdóttir svellköld á vítalínunni. Staðan 72-68 og Keflavík tekur leikhlé.4. leikhluti. Mínúta eftir og Haukar enn yfir, nú 70-68.4. leikhluti. Ein og hálf mínúta eftir og Haukar komnir tveimur stigum yfir, 68-66. Keflavík með boltann.4. leikhluti. Tvær mínútur eftir. Haukar einu stigi yfir, 67-66. Æsispennandi!4. leikhluti. Fjórar mínútur eftir og Haukar komnir yfir, 63-62.4. leikhluti. Fimm og hálf mínúta eftir og Haukar eru komnir inn í leikinn á ný. Forskot Keflavíkur komið niður í tvö stig 62-60.4. leikhluti. Það er enn sami kraftur í leik Keflavíkur og í þriðja leikhluta. Vörnin er frábær og vel gengur í sókninni. Keflavík er nú sjö stigum yfir þegar 8 mínútur eru eftir af leiknum, 60-53.4. leikhluti. Guðrún Ósk hefur orðið fyrir meiðslum á hné. Hún liggur á gólfinu og er hugað að henni en líkt og þegar Íris meiddist í fyrri hálfleik braut Sara Rún af sér en enginn ásetningur var þó í brotum hennar. Guðrún þarf að fara útaf en getur gengið óstudd.3. leikhluta lokið | Haukar - Keflavík 53-56 | Keflavík skoraði fjögur síðustu stig leikhlutans og fer með þriggja stiga forystu inn í síðasta fjórðunginn. Rhoads er sem fyrr lang stigahæst í liði Hauka með 27 stig. Jenkins hefur skorað 11 auk þess að hirða 13 fráköst. Hjá Keflavík hefur Butler skorað 18 stig og tekið 11 fráköst. Mangum er með 11 stig og Birna Valgarðsdóttir 10.3. leikhluti. Núna er mínúta eftir af leikhlutanum. Staðan er jöfn 53-53 og Haukar með boltann.3. leikhluti. Tvær mínútur eftir af leikhlutanum og liðin skiptast á að skora. Keflavík tveimur yfir þessa stundina, 52-50.3. leikhluti. Keflavík er komið yfir í fyrsta sinn í leiknum, 44-42. Tæplega sex mínútur eftir af leikhlutanum.3. leikhluti. Tæpar fjórar mínútur liðnar af leikhlutanum og munurinn kominn niður í eitt stig, 42-41, háspennuleikur framundan.3. leikhluti. Keflavík byrjar seinni hálfleik af krafti. Vörnin er þétt og liðið hefur skorað þrjú fyrstu stigin, 39-36 fyrir Hauka.3. leikhluti. Haukar byrja með boltann.2. leikhluta lokið | Haukar - Keflavík 39-33 | Keflavík skoraði fjögur síðustu stig hálfleiksins og munurinn því aðeins sex stig. Rhoads er stigahæst með 21 stig. Hjá Keflavík hefur Butler skorað mest, 10 stig auk þess að hirða 8 fráköst.2. leikhluti. Haukar með 7-0 sprett og munurinn kominn í tíu stig þegar mínúta er til hálfleiks, 37-27.2. leikhluti. Keflavík saxar á forskot Hauka. Munurinn kominn niður í þrjú stig 30-27 og þrjár mínútur til hálfleiks.2. leikhluti. Íris fór úr lið og aftur í hann, sjálf. Væntanlega ákaflega sársaukafullt og það gæti verið nokkuð í að hún snúi aftur á körfuboltavöllinn.2. leikhluti. Þá er Íris komin í sjúkrabílinn og leikurinn getur hafist á ný. Haukar eru 26-19 yfir.2. leikhluti. Sjúkrabíllinn er kominn, tók rétt yfir 20 mínútur.2. leikhluti. Fréttir herma að Íris hafi farið úr hnjálið. Sjúkraliðar huga að henni fyrir aftan körfu Keflavíkur og enn nokkrar mínútur í að leikurinn hefjist á ný.2. leikhluti. Enn er einhver bið í að leikurinn hefjist á ný en liðin nota tímann til að halda sér heitum með því að skjóta á körfurnar.2. leikhluti. Leikurinn búinn að vera stopp í fimm mínútur og enn beðið eftir sjúkrabílnum.2. leikhluti. Íris Sverrisdóttir liggur meidd á gólfinu. Búið að auglýsa eftir lækni og hringja á sjúkrabíl. Lítur mjög illa út. Líklega meidd á hægra hné. Þrjár mínútur liðnar af leikhlutanum og Haukar sjö stigum yfir 26-19.2. leikhluti. Rhoads með fyrstu stig annars leikhluta, 24-15.1. leikhluta lokið | Haukar - Keflavík 22-15 | Haukar voru mun sterkari í leikhlutanum en Keflavík lék þó betur sóknarlega er leið á leikhlutann. Jence Ann Rhoads skoraði 9 stig fyrir Hauka. Jaleesa Butler tók 7 fráköst fyrir Keflavík en skoraði ekkert.1. leikhluti. Mínúta eftir af leikhlutanum, Haukar fimm stigum yfir, 18-13.1. leikhluti. Þrjár mínútur eftir af leikhlutanum og Haukar með tögl og hagldir, 13-4. Til þess að fylgjast með lýsingu leiksins þarf að vera inn í þessari frétt og ýta á refresh-takkann eða F5.1. leikhluti. Það tók Keflavík fjóra og hálfa mínútu að skora, Haukar fimm stigum yfir 7-2.1. leikhluti. Það tók rétt tæpar þrjár mínútur að skora fyrstu stigin í leiknum. Það gerir Guðrún Ósk Ámundadóttir leikmaður Hauka af vítalínunni. 2-0 1. leikhluti. Keflavík vinnur uppkastið en hvorugu liðinu hefur tekist að skora fyrstu mínútuna.Fyrir leik. Hauka unnu fyrsta leik liðanna á laugardag í Keflavík, 63-54. Haukar leiða því einvígið 1-0 en þrjá sigra þarf til að komast í úrslit.Fyrir leik. Nú er skammt til leiks og liðin að klára sína upphitun. Stuðningsmenn Hauka streyma inn í húsið en það virðast fáir Keflvíkingar hafa lagt í Reykjanesbrautina í Suðurnesja golunni.Fyrir leik. Boltavaktin heilsar héðan frá Schenkerhöllinni að Ásvöllum. Hér verður öðrum leik Hauka og Keflavíkur í undanúrslitum Iceland Express deildar kvenna lýst. Dominos-deild kvenna Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira
Haukar sigruðu Keflavík öðru sinni í undanúrslitum Iceland Express deild kvenna í kvöld 73-68 og leiða þar með einvígið 2-0. Frábær fyrri hálfleikur og góður leikur í fjórða leikhluta tryggði Haukum sigurinn eftir að Keflavík hafði komist yfir í þriðja leikhluta. Haukar voru mun sterkari í fyrri hálfleik og með Jencce Ann Rhoads í sérflokki var liðið með frumkvæðið frá uppkasti og þar til flautað var til hálfleiks. Keflavík er með baráttuglatt lið og náði að halda sér inni í leiknum með mikilli baráttu og yfirburðum í frákasta baráttunni. Haukar voru þó sex stigum yfir í hálfleik 39-33. Pálína Gunnlaugsdóttir lék frábæra vörn á Rhoads í seinni hálfleik og lagði að grunninn að því að Keflavík komst yfir í þriðja leikhluta.Margt benti til þess að Keflavík myndi ná að jafna metin í einvíginu þegar Haukar misstu annan byrjunarliðsmann sinn í meiðsli snemma í fjórða leikhluta. Íris Sverrisdóttir fór meidd á sjúkrahús eftir að hafa farið úr lið á hægra hné í öðrum leikhluta og í upphafi fjórða meiddist Guðrún Ósk Ámundadóttir einnig á hné. Keflavík náði sjö stiga forystu þegar átta mínútur voru eftir 60-53 en þá setti Haukavörnin í lás og hver leikmaðurinn á fætur öðrum steig upp í sókninni auk þess sem liðið tók 7 sóknarfráköst í leikhlutanum en þar fór Tierny Jenkins mikinn en hún tók alls 22 fráköst í leiknum auk þess að skora 15 stig. Rhoads var stigahæst í liði Hauka með 29 stig en hjá Keflavík skoraði Jaleesa Butler 24 auk þess að taka 13 fráköst. Birna Valgarðsdóttir skoraði 14 stig og Ebon Mangum 13. Gunnhildur: Það varð einhver að stíga uppMynd/HagGunnhildur Gunnarsdóttir sýndi að hún er með stáltaugar í lokin þegar hún setti niður þrjú vítaskot í röð og gerði út um leikinn á síðustu sekúndunum. "Þetta var svolítið mikil pressa en þar sem Íris datt út varð einhver að stíga upp," sagði Gunnhildur hógvær í leikslok. "Ég viðurkenni að ég var mjög stressuð og meðvituð um stöðuna svo ég vissi hvað ég þurfti að setja þessi víti niður en það er ekkert hægt að hugsa of mikið um þetta, ég gerði þetta bara." "Við ætluðum okkur þennan sigur. Við misstum Guðrúnu og Írisi út og það bjóst örugglega enginn við þessu en við fengum aukinn styrk og ákváðum að klára þetta," sagði Gunnhildur að lokum. Bjarni: Ætlum að klára þetta í KeflavíkMynd/Baldur Beck"Við erum í fínni stöðu og ef einhver hefði sagt mér fyrir seríuna að við værum komnir í 2-0 eftir tvo leiki þá hefði ég tekið því glaður en við höfum ekki unnið neitt ennþá," sagði Bjarni Magnússon þjálfari Hauka í leikslok. "Íris verður eflaust ekki meira með, læknar segja að hún hafi farið úr hnjálið en það á eftir að koma í ljós með Guðrúnu. Við sýndum í staðin að við eigum aðrar stelpur sem geta stigið upp og ég er mjög stoltur af þeim. Við verðum að treysta á það lið sem við erum með og ég treysti þeim fullkomlega." "Ég vona enginn að við myndum koma hér í kvöld og Keflavík myndi leggjast á hnén og gefast upp. Við vissum allan tímann að Keflavík myndi spila í 40 mínútur af fullum krafti. Við töluðum um það í leikhléunum að ef þær myndu eiga góða spretti þá þyrftum við að halda kúlinu og leikskipulaginu. Við þurftum aðeins að sverfa á þar sem við duttum út úr hlutum sem við ætluðum að gera og við náðum því aftur og að sigla þessu heim." "Gunnhildur er búin að meidd meira og minna í allan vetur og það er frábært að fá hana þarna inn þegar Íris dettur út og hún skilar sínum leik, svellköld á vítalínunni." "Stelpurnar gera sér algjörlega grein fyrir því að ef þú kemur á hálfum hug til Keflavíkur, þá ertu tekinn í nefið. Við erum bara 2-0 yfir. Við getum fagnað því í kvöld en á morgun hefst undirbúningurinn fyrir erfiðan leik í Keflavík á miðvikudaginn en við ætlum að fara þangað og gera eins og síðast. Við ætlum að klára þetta," sagði Bjarni að lokum. Falur: Ætlum að vinna þetta 3-2Mynd/Anton"Við ætlum að vinna þessa seríu 3-2. Við ætlum að fara í gegnum þessa seríu þó við séum búnar að gera okkur þetta afar erfitt," sagði Falur Harðarson þjálfari Keflavíkur í leikslok. "Þetta var hörkuleikur en við áttum að taka þetta. Við vorum með þennan leik í höndunum en gáfum eftir í fjórða leikhluta. Við gerðum ekki nóg vel í að stíga út. Þær tóku sjö sóknarfráköst í fjórða leikhluta sem er allt, allt of mikið. Við stigum þær vel út í þrjá leikhluta en gerðum það mjög illa í fjórða leikhluta og það varð okkur að falli." "Pálína var frábær á Rhoads í seinni hálfleik. Hún var með 21 stig í hálfleik og endar leikinn með 29 stig. Það var bara því miður ekki nóg. Þær taka þessi sóknarfráköst og fá því fleiri tækifæri en við. Þá erum við að gera okkur þann óleik að spila ekki á jafnréttisgrundvelli." "Þetta er körfubolti. Við gáfum þetta frá okkur í lokin en nú er að snúa þessu við og byrja á leiknum á miðvikudaginn og svo koma aftur hingað og vinna og klára þetta svo heima," sagði Falur, flóknara er það ekki. Leik lokið | Haukar - Keflavík 73-684. leikhluti. Gunnhildur stelur boltanum og fer aftur á vítalínuna þegar 5,2 sekúndur eru eftir. Hún setur fyrra vítið niður, 73-68.4. leikhluti. Níu sekúndur eftir og Haukar fjórum stigum yfir, Gunnhildur Gunnarsdóttir svellköld á vítalínunni. Staðan 72-68 og Keflavík tekur leikhlé.4. leikhluti. Mínúta eftir og Haukar enn yfir, nú 70-68.4. leikhluti. Ein og hálf mínúta eftir og Haukar komnir tveimur stigum yfir, 68-66. Keflavík með boltann.4. leikhluti. Tvær mínútur eftir. Haukar einu stigi yfir, 67-66. Æsispennandi!4. leikhluti. Fjórar mínútur eftir og Haukar komnir yfir, 63-62.4. leikhluti. Fimm og hálf mínúta eftir og Haukar eru komnir inn í leikinn á ný. Forskot Keflavíkur komið niður í tvö stig 62-60.4. leikhluti. Það er enn sami kraftur í leik Keflavíkur og í þriðja leikhluta. Vörnin er frábær og vel gengur í sókninni. Keflavík er nú sjö stigum yfir þegar 8 mínútur eru eftir af leiknum, 60-53.4. leikhluti. Guðrún Ósk hefur orðið fyrir meiðslum á hné. Hún liggur á gólfinu og er hugað að henni en líkt og þegar Íris meiddist í fyrri hálfleik braut Sara Rún af sér en enginn ásetningur var þó í brotum hennar. Guðrún þarf að fara útaf en getur gengið óstudd.3. leikhluta lokið | Haukar - Keflavík 53-56 | Keflavík skoraði fjögur síðustu stig leikhlutans og fer með þriggja stiga forystu inn í síðasta fjórðunginn. Rhoads er sem fyrr lang stigahæst í liði Hauka með 27 stig. Jenkins hefur skorað 11 auk þess að hirða 13 fráköst. Hjá Keflavík hefur Butler skorað 18 stig og tekið 11 fráköst. Mangum er með 11 stig og Birna Valgarðsdóttir 10.3. leikhluti. Núna er mínúta eftir af leikhlutanum. Staðan er jöfn 53-53 og Haukar með boltann.3. leikhluti. Tvær mínútur eftir af leikhlutanum og liðin skiptast á að skora. Keflavík tveimur yfir þessa stundina, 52-50.3. leikhluti. Keflavík er komið yfir í fyrsta sinn í leiknum, 44-42. Tæplega sex mínútur eftir af leikhlutanum.3. leikhluti. Tæpar fjórar mínútur liðnar af leikhlutanum og munurinn kominn niður í eitt stig, 42-41, háspennuleikur framundan.3. leikhluti. Keflavík byrjar seinni hálfleik af krafti. Vörnin er þétt og liðið hefur skorað þrjú fyrstu stigin, 39-36 fyrir Hauka.3. leikhluti. Haukar byrja með boltann.2. leikhluta lokið | Haukar - Keflavík 39-33 | Keflavík skoraði fjögur síðustu stig hálfleiksins og munurinn því aðeins sex stig. Rhoads er stigahæst með 21 stig. Hjá Keflavík hefur Butler skorað mest, 10 stig auk þess að hirða 8 fráköst.2. leikhluti. Haukar með 7-0 sprett og munurinn kominn í tíu stig þegar mínúta er til hálfleiks, 37-27.2. leikhluti. Keflavík saxar á forskot Hauka. Munurinn kominn niður í þrjú stig 30-27 og þrjár mínútur til hálfleiks.2. leikhluti. Íris fór úr lið og aftur í hann, sjálf. Væntanlega ákaflega sársaukafullt og það gæti verið nokkuð í að hún snúi aftur á körfuboltavöllinn.2. leikhluti. Þá er Íris komin í sjúkrabílinn og leikurinn getur hafist á ný. Haukar eru 26-19 yfir.2. leikhluti. Sjúkrabíllinn er kominn, tók rétt yfir 20 mínútur.2. leikhluti. Fréttir herma að Íris hafi farið úr hnjálið. Sjúkraliðar huga að henni fyrir aftan körfu Keflavíkur og enn nokkrar mínútur í að leikurinn hefjist á ný.2. leikhluti. Enn er einhver bið í að leikurinn hefjist á ný en liðin nota tímann til að halda sér heitum með því að skjóta á körfurnar.2. leikhluti. Leikurinn búinn að vera stopp í fimm mínútur og enn beðið eftir sjúkrabílnum.2. leikhluti. Íris Sverrisdóttir liggur meidd á gólfinu. Búið að auglýsa eftir lækni og hringja á sjúkrabíl. Lítur mjög illa út. Líklega meidd á hægra hné. Þrjár mínútur liðnar af leikhlutanum og Haukar sjö stigum yfir 26-19.2. leikhluti. Rhoads með fyrstu stig annars leikhluta, 24-15.1. leikhluta lokið | Haukar - Keflavík 22-15 | Haukar voru mun sterkari í leikhlutanum en Keflavík lék þó betur sóknarlega er leið á leikhlutann. Jence Ann Rhoads skoraði 9 stig fyrir Hauka. Jaleesa Butler tók 7 fráköst fyrir Keflavík en skoraði ekkert.1. leikhluti. Mínúta eftir af leikhlutanum, Haukar fimm stigum yfir, 18-13.1. leikhluti. Þrjár mínútur eftir af leikhlutanum og Haukar með tögl og hagldir, 13-4. Til þess að fylgjast með lýsingu leiksins þarf að vera inn í þessari frétt og ýta á refresh-takkann eða F5.1. leikhluti. Það tók Keflavík fjóra og hálfa mínútu að skora, Haukar fimm stigum yfir 7-2.1. leikhluti. Það tók rétt tæpar þrjár mínútur að skora fyrstu stigin í leiknum. Það gerir Guðrún Ósk Ámundadóttir leikmaður Hauka af vítalínunni. 2-0 1. leikhluti. Keflavík vinnur uppkastið en hvorugu liðinu hefur tekist að skora fyrstu mínútuna.Fyrir leik. Hauka unnu fyrsta leik liðanna á laugardag í Keflavík, 63-54. Haukar leiða því einvígið 1-0 en þrjá sigra þarf til að komast í úrslit.Fyrir leik. Nú er skammt til leiks og liðin að klára sína upphitun. Stuðningsmenn Hauka streyma inn í húsið en það virðast fáir Keflvíkingar hafa lagt í Reykjanesbrautina í Suðurnesja golunni.Fyrir leik. Boltavaktin heilsar héðan frá Schenkerhöllinni að Ásvöllum. Hér verður öðrum leik Hauka og Keflavíkur í undanúrslitum Iceland Express deildar kvenna lýst.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira