Viðskipti erlent

CaixaBank verður stærsti banki Spánar

CaixaBank á Spáni, nú stærsti banki Spánar.
CaixaBank á Spáni, nú stærsti banki Spánar.
CaixaBank er orðinn stærsti banki Spánar eftir að hann keypti Banca Civicia á 977 milljónir evra, sem jafngildir 164 milljörðum króna. Þetta er umfangsmesta hagræðing sem orðið hefur í spænska bankakerfinu frá því árið 2008, en djúpstæður efnahagsvandi hefur einkennt stöðu Spánar síðustu misserin, en atvinnuleysi í landinu mælist yfir 23 prósent þessa dagana.

Heildareignir CaixaBank verða eftir yfirtökuna 343 milljarðar evra, eða sem nemur um 5.700 milljörðum króna.

Búist er við því að frekari hagræðing eigi eftir að eiga sér stað í spænska fjármálakerfinu á næstu misserum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×