Heimsmarkaðsverð á olíu í framvirkum samningum til fimm ára bendir til þess að hina mikla verðsveifla á olíu undanfarna mánuði heyri brátt sögunni til.
Þetta kemur fram í Financial Times en þar segir að sérfræðingar geri ráð fyrir að olíuverðið muni brátt fara lækkandi. Sem stendur er staðgreiðsluverðið á Brentolíunni yfir 125 dollurum á tunnuna. Verðið í framvirkum samningum til fimm ár er hinsvegar 95 dollarar á tunnuna. Munurinn þarna á milli, eða 30 dollarar, hefur aldrei verið meiri í sögunni.
Mark Thomas yfirmaður orkudeildar Marex Spectron segir að verðið í framvirku samningunum sýni að markaðurinn býst við meiri olíuframleiðslu í náinni framtíð en nú er og þar með lækkandi verði.
Sérfræðingar reikna með lækkandi olíuverði
