Viðskipti erlent

Bloomberg: Watson er að ganga frá kaupunum á Actavis

Bloomberg fréttaveitan greinir frá því að bandaríska lyfjafyrirtækið Watson sé um það bil að ganga frá kaupum á Actavis. Á Bloomberg er rætt um að kaupverðið nemi 4,5 milljörðum evra eða um 760 milljarða króna.

Þetta er töluvert minna verð en fram hefur komið í fréttum Reuters af áhuga Watson á Actavis. Þar hefur verið rætt um 5 til 5,5 milljarða evra.

Ef upphæðin sem Blommberg nefnir er rétt mun Björgólfur Thor Björgólfsson ganga fremur snauður frá kaupunum þar sem kaupverðið verður fyrst notað til að greiða Deutsche Bank þá tæpu 4 milljarða evra sem Actavis skuldar bankanum og ýmsum öðrum kröfuhöfum einnig. Miðað við hærri upphæðina átti Björgólfur Thor von á um 20 milljörðum króna.

Fram kemur í frétt Bloomberg að hugsanlega verði kaup Watson tilkynnt í næstu viku en þó sennilega ekki fyrr en eftir páskana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×