Viðskipti erlent

Malcolm Walker er áfram minnihlutaeigandi í Iceland

Malcolm Walker forstjóri Iceland Foods verslunarkeðjunnar og aðrir stjórendur Iceland verða áfram minnihlutaeigendur í keðjunni eftir að Iceland var seld þeim í lok síðustu viku.

Í frétt um málið á Reuters segir að Walker og stjórnendurnir muni eiga 43% í Iceland eftir kaupin. Meirihlutinn í Iceland verður í eigu Lord Kirkham, stofnenda DFS húsgagnakeðjunnar, verslunarkeðjunnar Landmark sem staðsett er í Dubai og suðurafríska fjárfestingarsjóðsins Brait.

Þessir aðilar fengu 250 milljóna punda seljendalán frá slitastjórum Landsbankans og Glitnis en kaupin voru fjármögnuð að öðru leyti með lánum frá Credit Suisse, Deutsche Bank, HSBC, Nomura og Royal Bank of Scotland.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×