Lið og ökumenn: Sauber, Toro Rosso og Williams 13. mars 2012 17:00 Keppnistímabilið 2012 hefst á sunnudaginn þegar ástralski kappaksturinn verður ræstur í Melbourne. Það er langt síðan búist var við jafn jafnri og harðri keppni í Formúlú 1. Vísir hitar upp fyrir fyrsta mótið í vikunni og byrjar á kynningum á liðum og ökumönnum. Alls munu tólf lið ræsa í Ástralíu. Þau eru Red Bull, McLaren, Ferrari, Mercedes, Lotus, Force India, Sauber, Torro Rosso, Williams, Caterham, HRT og Marussia. Tímabilið spannar 20 mót og hafa þau aldrei verið fleiri á einu tímabili. Viku eftir ástralska kappaksturinn er flogið til Malasíu og ekið á Sepang brautinni. Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri. Sauber F1 TeamHjá Sauber aka sömu ökumenn og í fyrra, þeir Kamui Kobayashi frá Japan og Mexíkóinn Sergio Perez. Báðir geta verið eldfljótir þegar sá gállinn er á þeim. Liðið var stofnað í Sviss af Peter Sauber árið 1993 og hefur ávalt verið fyrir miðja deild eða þar rétt fyrir ofan. Það er útlit fyrir að þannig verði það aftur í ár. Það er liðið ár síðan Perez þreytti frumraun sína í Formúlu 1. Hann kom öllum á óvart og tók aðeins eitt þjónustuhlé í ástralska kappakstrinum og fullnýtti nýju Pirelli dekkin. Hann endaði sjöundi í mótinu. Þar kom hann sér í hóp með Fernando Alonso og Mark Webber sem hófu feril sinn í F1 með því að stimpla sig rækilega inn í Ástralíu. Scuderia Toro RossoLitli ítalski bróðir Red Bull liðsins er Toro Rosso. Sagt er að liðið þjóni sem uppeldisstöð fyrir stóra liðið á Bretlandi. Þeir vona það örugglega ökumenn liðsins, þeir Daniel Ricciardo og Jean-Eric Vergne, báðir kornungir og tilbúnir að láta til sín taka. Búast má við mjög harðri baráttu á milli þeirra félaga enda mikið í húfi. Því hefur verið haldið fram að árið í ár sé lokapróf fyrir þá og hlutskarpari aðilinn fái sæti Mark Webbers hjá Red Bull. Sebastian Vettel ók fyrir Toro Rosso árið 2008 og er sá síðasti til að koma upp úr litla liðinu. Það ár sigraði hann ítalska kappaksturinn með glæsibrag af ráspól. Það verður erfitt verkefni fyrir Daniel og Jean-Eric að jafna þann árangur því Toro Rosso hefur haft hægt um sig á undirbúningstímabilinu, þó þeir þurfi raunar ekki að hafa miklar áhyggjur; Red Bull sér þeim fyrir nýjungum. Williams F1Síðan BMW hætti að sjá Williams liðinu fyrir vélum hefur það verið í frjálsu falli. Williams er eitt sigursælasta lið Formúlu 1 en er að ganga í gegnum erfiðasta skeið tilvistar sinnar. Það eru vonandi bjartari tímar framundan því nú sér Renault liðinu fyrir vélum. Síðast þegar fyrirtækin tvö störfuðu saman vann Williams heimsmeistaratitil bílasmiða fimm sinnum. Nú er hins vegar svo komið að liðið þarf að velja sér ökumenn með það fyrir augum hversu mikla peninga hann getur skaffað liðinu. Í ár aka þeir Pastor Maldonado og Bruno Senna fyrir Williams. Maldonado ók við hlið Rubens Barrichello í fyrra með ágætis árangri. Bruno Senna er frændi Ayrton Senna sem lést í Williams bíl í hræðilegu slysi fyrir tæpum 18 árum. Mikil pressa hvílir því á herðum Bruno fyrir tímabilið, sérstaklega eftir ágætis spretti í Lotus-Renault bíl í fyrra. Formúla Tengdar fréttir Lið & ökumenn: Caterham, HRT og Marussia Keppnistímabilið 2012 hefst á sunnudaginn þegar ástralski kappaksturinn verður ræstur í Melbourne. Það er langt síðan búist var við jafn jafnri og harðri keppni í Formúlú 1. Vísir mun hita upp fyrir fyrsta mótið í vikunni og byrja á liðum og ökumönnum. 12. mars 2012 16:15 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Keppnistímabilið 2012 hefst á sunnudaginn þegar ástralski kappaksturinn verður ræstur í Melbourne. Það er langt síðan búist var við jafn jafnri og harðri keppni í Formúlú 1. Vísir hitar upp fyrir fyrsta mótið í vikunni og byrjar á kynningum á liðum og ökumönnum. Alls munu tólf lið ræsa í Ástralíu. Þau eru Red Bull, McLaren, Ferrari, Mercedes, Lotus, Force India, Sauber, Torro Rosso, Williams, Caterham, HRT og Marussia. Tímabilið spannar 20 mót og hafa þau aldrei verið fleiri á einu tímabili. Viku eftir ástralska kappaksturinn er flogið til Malasíu og ekið á Sepang brautinni. Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri. Sauber F1 TeamHjá Sauber aka sömu ökumenn og í fyrra, þeir Kamui Kobayashi frá Japan og Mexíkóinn Sergio Perez. Báðir geta verið eldfljótir þegar sá gállinn er á þeim. Liðið var stofnað í Sviss af Peter Sauber árið 1993 og hefur ávalt verið fyrir miðja deild eða þar rétt fyrir ofan. Það er útlit fyrir að þannig verði það aftur í ár. Það er liðið ár síðan Perez þreytti frumraun sína í Formúlu 1. Hann kom öllum á óvart og tók aðeins eitt þjónustuhlé í ástralska kappakstrinum og fullnýtti nýju Pirelli dekkin. Hann endaði sjöundi í mótinu. Þar kom hann sér í hóp með Fernando Alonso og Mark Webber sem hófu feril sinn í F1 með því að stimpla sig rækilega inn í Ástralíu. Scuderia Toro RossoLitli ítalski bróðir Red Bull liðsins er Toro Rosso. Sagt er að liðið þjóni sem uppeldisstöð fyrir stóra liðið á Bretlandi. Þeir vona það örugglega ökumenn liðsins, þeir Daniel Ricciardo og Jean-Eric Vergne, báðir kornungir og tilbúnir að láta til sín taka. Búast má við mjög harðri baráttu á milli þeirra félaga enda mikið í húfi. Því hefur verið haldið fram að árið í ár sé lokapróf fyrir þá og hlutskarpari aðilinn fái sæti Mark Webbers hjá Red Bull. Sebastian Vettel ók fyrir Toro Rosso árið 2008 og er sá síðasti til að koma upp úr litla liðinu. Það ár sigraði hann ítalska kappaksturinn með glæsibrag af ráspól. Það verður erfitt verkefni fyrir Daniel og Jean-Eric að jafna þann árangur því Toro Rosso hefur haft hægt um sig á undirbúningstímabilinu, þó þeir þurfi raunar ekki að hafa miklar áhyggjur; Red Bull sér þeim fyrir nýjungum. Williams F1Síðan BMW hætti að sjá Williams liðinu fyrir vélum hefur það verið í frjálsu falli. Williams er eitt sigursælasta lið Formúlu 1 en er að ganga í gegnum erfiðasta skeið tilvistar sinnar. Það eru vonandi bjartari tímar framundan því nú sér Renault liðinu fyrir vélum. Síðast þegar fyrirtækin tvö störfuðu saman vann Williams heimsmeistaratitil bílasmiða fimm sinnum. Nú er hins vegar svo komið að liðið þarf að velja sér ökumenn með það fyrir augum hversu mikla peninga hann getur skaffað liðinu. Í ár aka þeir Pastor Maldonado og Bruno Senna fyrir Williams. Maldonado ók við hlið Rubens Barrichello í fyrra með ágætis árangri. Bruno Senna er frændi Ayrton Senna sem lést í Williams bíl í hræðilegu slysi fyrir tæpum 18 árum. Mikil pressa hvílir því á herðum Bruno fyrir tímabilið, sérstaklega eftir ágætis spretti í Lotus-Renault bíl í fyrra.
Formúla Tengdar fréttir Lið & ökumenn: Caterham, HRT og Marussia Keppnistímabilið 2012 hefst á sunnudaginn þegar ástralski kappaksturinn verður ræstur í Melbourne. Það er langt síðan búist var við jafn jafnri og harðri keppni í Formúlú 1. Vísir mun hita upp fyrir fyrsta mótið í vikunni og byrja á liðum og ökumönnum. 12. mars 2012 16:15 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Lið & ökumenn: Caterham, HRT og Marussia Keppnistímabilið 2012 hefst á sunnudaginn þegar ástralski kappaksturinn verður ræstur í Melbourne. Það er langt síðan búist var við jafn jafnri og harðri keppni í Formúlú 1. Vísir mun hita upp fyrir fyrsta mótið í vikunni og byrja á liðum og ökumönnum. 12. mars 2012 16:15