Viðskipti erlent

Nördinn sem græddi 200 milljónir dollara

Pete Cashmore ásamt unnustu sinni.
Pete Cashmore ásamt unnustu sinni.
Hinn 26 ára gamli Pete Cashmore hefur oft verið kallaður konungur nördanna. Hann var aðeins 19 ára gamall þegar hann stofnaði tæknifréttasíðuna Mashable í svefnherberginu sínu.

Síðan þá hefur Mashable notið gríðarlegra vinsælda og er ein sú vinsælasta í heimi. Núna hefur fréttastofan CNN í hyggju að kaupa vefsíðuna af Cashmore - á 200 milljónir dollara.

Velgengni Cashmores er hreint ótrúleg. Hann var nítján ára gamall þegar byrjaði að blogga úr svefnherbergi sínu í Aberdeenshire. Hann sagði eitt sinn að pistlaskrifin höfðu verið eitthvað til að halda honum við efnið á meðan hann jafnaði sig af botnlangabólgu.

mynd/Mashable
Síðan þá hafa vinsældir Mashable aukist jafnt og þétt. Núna vinna 40 manns fyrir Cashmore og er Mashable ein virtasta tæknifréttasíða veraldar.

Cashmore sagði að hans innri lúði hafi sprottið fram þegar hann uppgötvaði internetið og að brennandi áhugi hans á tækni á vísindum hafi fyllt hann innblæstri.

Hægt er að nálgast vefsíðu Cashmores hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×