Viðskipti erlent

Fitch hækkar lánshæfiseinkunn Grikklands um 8 þrep

Matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur hækkað lánshæfiseinkunn Grikklands úr D eða gjaldþroti og upp í B- eða um átta þrep.

Þetta er gert í ljósi þess að ríkisfjármál Grikkja eru komin í ákveðið skjól eftir að nýtt neyðarlán var afgreitt til landsins samhliða verulegum afskriftum á útistandandi ríkisskuldabréfum.

Einkunnin B- er í svokölluðum ruslflokki en Fitch segir að einkunnin verði endurmetin þegar það liggur ljóst fyrir hvernig grískum stjórnvöldum tekst að vinna eftir þeirri áætlun sem samið var um við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Evrópusambandið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×