Viðskipti erlent

Citigroup féll á álagsprófi

Citigroup, þriðji stærsti banki Bandaríkjanna, féll á álagsprófi sem seðlabanki landsins gerði á 19 bönkum í Bandaríkjunum. Þrír aðrir minni bankar féllu einnig á prófinu.

Álagsprófinu var ætlað að leiða í ljós hvort þessir bankar myndu standast aðra fjármálakreppu svipaðri þeirri sem kom upp árið 2008.

Í ljós kom að Citigroup skorti eigið fé til að standast prófið. Ástæðan er að Citigroup hefur verið umsvifamikill í Evrópu og hefur skuldakreppan á evrusvæðinu leikið fjárhag bankans grátt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×