Viðskipti erlent

Losið ykkur við "siðferðilega gjaldþrota fólkið"

Goldman Sachs.
Goldman Sachs.
"Ég vonast til þess að þetta muni vekja framkvæmdastjórnina til umhugsunar[...] Og losið ykkur við fólkið sem er siðferðilega gjaldþrota, alveg sama hvað það er að græða mikla peninga." Þetta segir Greg Smith, fráfarandi framkvæmdastjóri afleiðuviðskipta hjá Goldman Sachs fjárfestingabankanum, í opnu uppsagnarbréfi sem birtist í The New York Times í dag.

Í bréfinu gagnrýnir hann starfsemi Goldman Sachs, og segir að þungamiðjan í áherslum bankans sé orðinn siðferðlega óverjandi. Alltof lítið sé hugsað um viðskiptavinina, heldur fremur horft til skammtímahagnaðar.

Bréfið hefur vakið mikla athygli í fjölmiðlum vestanhafs í dag en það má lesa hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×