Viðskipti erlent

Mikið magn af gulli finnst í Eþíópíu

Mikið magn af gulli hefur fundist í suðurhluta Eþíópíu en talið er að hægt sé að vinna um 10 tonn af ári þar næstu áratugina.

Gullið fannst í Oromia héraðinu en rannsóknir Þar á undanförnu árum hafa sýnt að um 550 tonn af gulli eru í jörðu í héraðinu sem liggur suður af höfuðborginni Addis Ababa. Þar af er auðveldlega hægt að hefja vinnslu á 74 tonnum á næstu tveimur árum.

Í frétt á Bloomberg fréttaveitunni segir að miðað við 10 tonna framleiðslu á gulli á ári muni verðmæti námuvinnslunnar nema 4 milljörðum dollara, eða yfir 500 milljörðum króna á næstu 20 árum. Af þessari upphæð myndu um einn milljarður dollara koma í hlut ríkissjóðs Eþíópíu í formi skatta og gjalda af vinnslunni.

Námufélagið sem fundið hefur þetta gull er í eigu saudiarabíska milljarðamæringsins Mohammed al-Amoudi. Þegar vinnslan á því verður komin fullt má reikna með að árlegar tekjur félagsins af henni nemi um 500 milljónum dollara á ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×