Viðskipti erlent

Fundu mikið magn af olíu undan ströndum Írlands

Írskt olíufélag hefur tilkynnt að það hafi fundið töluvert magn af olíu undan ströndum Írlands en um er að ræða fyrsta stóra olíufundinn við Írland.

Olían fannst um 50 kílómetra undan ströndum Cork. Þar streyma nú 3.500 tunnur af olíu á dag úr einni borholu. Nýleg rannsókn sýnir að á svæðinu sé hægt að vinna hátt í einn milljarð tunna.

Samkvæmt fréttum í írskum og breskum fjölmiðlum er talið að þrýst verðu á írsk stjórnvöld í framhaldinu að leyfa olíuleit á fimm öðrum svæðum við landið sem olíufélög hafa lýst yfir áhuga á að rannsaka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×