Viðskipti erlent

SWIFT lokar fyrir alla greiðslumiðlun til og frá Íran

Alþjóða bankagreiðslukerfið SWIFT lokar á morgun, laugardag, fyrir öll samskipti við íranska banka.

Þetta kemur í framhaldi af því að Evrópusambandið samþykkti í gærdag að banna öll fjármálasamskipti við fyrirtæki og einstaklinga í Íran.

Aðgerð SWIFT er án fordæma í sögunni en kerfið sér um nánast alla greiðslumiðlum milli landa í heiminum. Um 30 íranskir bankar munu ekki geta stundað alþjóðleg viðskipti eftir morgundaginn.

Kínverjar og Indverjar segja að þeir ætli áfram að kaupa olíu frá Íran en verða þá væntanlega að borga fyrir hana með gulli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×