Viðskipti erlent

Risavaxið uppboð á munum úr flaki Titanic

Risavaxið uppboð verður haldið í næsta mánuði á munum úr Titanic, þekktasta skipsflaki sögunnar.

Alls verða 5.500 munir úr Titanic boðnir upp en talið er að um 200 milljónir dollara eða yfir 25 milljarða króna fáist fyrir þá.

Um er að ræða muni eins og skartgripi, silfurborðbúnað, eðalpostulín, föt og aðra persónulega muni sem farþegar skipsins voru með á sér.

Uppboðið verður haldið á vegum félagsins RMS Titanic sem haft hefur einkarétt á að nýta sér flakið undanfarin 18 ár. Kaupendur munanna verða skuldbundnir til að hafa þá til sýnis fyrir almenning.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×