Viðskipti erlent

Norski olíusjóðurinn tapaði 1.900 milljörðum í fyrra

Norski olíusjóðurinn tapaði 86 milljörðum norskra króna á síðasta ári eða sem svarar til 1.900 milljarða króna.

Yngve Slyngstad forstjóri sjóðsins segir í samtölum við norska fjölmiðla að niðurstaðan eftir árið endurspegli þær miklu sveiflur sem voru á hlutabréfamörkuðum heimsins á síðasta ári og þá einkum vegna skuldakreppunnar á evrusvæðinu.

Stór hluti af tapinu var vegna hlutabréfa í franska stórbankanum Société Générale, þýska bílaframleiðandanum Daimler og breska bankanum HSBC.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×