Viðskipti erlent

Gagnrýnir aðgerðarleysi SFO í Kaupþingsmálinu

Í leiðara breska blaðsins Guardian í dag er fjallað um aðgerðir sérstaks saksóknara í London í síðustu viku en embættið yfirheyrði á annan tug vitna vegna rannsóknar á meintri markaðsmisnotkun Kaupþings í aðdraganda hrunsins.

Rannsóknin beinist að fimm hundruð milljóna evra láni sem Kaupþing veitti nokkrum viðskiptavinum til kaupa á afleiðum sem veðjuðu á að skuldatryggingaálag bankans myndi lækka en það var á þessum tíma mjög hátt. Meðal viðskiptavina voru Deutsche Bank og breska tískudrottningin Karen Millen.

Í leiðara Guardian er gagnrýnt að hvorki breska fjármálaeftirlitið né efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar séu að rannsaka þetta mál heldur sé það einungis hinn íslenski saksóknari sem er að rannasaka það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×