Barrichello: Börnin sannfærðu konuna Birgir Þór Harðarson skrifar 1. mars 2012 23:30 Barrichello mun keppa í Bandaríkjunum í ár. Formúlu 1 ferill hans lauk snögglega þegar hann fór samningslaus inn í veturinn. nordicphotos/afp Rubens Barrichello mun aka í bandarísku mótaröðinni IndyCar í ár fyrir KV Racing liðið. Barrichello hefur reynsluekið undanfarnar vikur fyrir liðið og sannfært þá um hraða sinn og eldmóð. Barrichello fékk samning sinn ekki endurnýjaðan hjá Williams liðinu í Formúlu 1 fyrir þetta tímabil en hann hefur ekið í Formúlunni allar götur síðan 1993. Rubens ók á ferli sínum í Formúlu 1 fyrir Jordan, Stewart, Ferrari, Honda, Brawn GP og nú síðast fyrir Williams. Hinn ökumaður KV Racing er Brasilíumaðurinn Tony Kanaan sem einnig hefur gríðarlega reynslu í kappakstri. Sá hefur ekið í efstu deild bandarísks mótorsports síðan 1998. Barrichello tekur við af öðrum fyrrum Formúlu 1 ökumanni, Takuma Sato, sem hefur átt erfitt uppdráttar í Bandaríkjunum, aldrei unnið mót og lent í mörgum óhöppum. "Börnin mín sannfærðu eiginkonuna," sagði Rubens á blaðamannafundi KV Racing í dag þegar hann var spurður hvort hann hafði rætt við fjölskylduna um vistaskiptin og fengið leyfi til að keppa heilt tímabil. Formúla Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Rubens Barrichello mun aka í bandarísku mótaröðinni IndyCar í ár fyrir KV Racing liðið. Barrichello hefur reynsluekið undanfarnar vikur fyrir liðið og sannfært þá um hraða sinn og eldmóð. Barrichello fékk samning sinn ekki endurnýjaðan hjá Williams liðinu í Formúlu 1 fyrir þetta tímabil en hann hefur ekið í Formúlunni allar götur síðan 1993. Rubens ók á ferli sínum í Formúlu 1 fyrir Jordan, Stewart, Ferrari, Honda, Brawn GP og nú síðast fyrir Williams. Hinn ökumaður KV Racing er Brasilíumaðurinn Tony Kanaan sem einnig hefur gríðarlega reynslu í kappakstri. Sá hefur ekið í efstu deild bandarísks mótorsports síðan 1998. Barrichello tekur við af öðrum fyrrum Formúlu 1 ökumanni, Takuma Sato, sem hefur átt erfitt uppdráttar í Bandaríkjunum, aldrei unnið mót og lent í mörgum óhöppum. "Börnin mín sannfærðu eiginkonuna," sagði Rubens á blaðamannafundi KV Racing í dag þegar hann var spurður hvort hann hafði rætt við fjölskylduna um vistaskiptin og fengið leyfi til að keppa heilt tímabil.
Formúla Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira