NBA í nótt: Utah stöðvaði sigurgöngu Miami Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. mars 2012 11:00 Paul Millsap og Shane Battier í baráttunni. Mynd/AP Utah Jazz vann í nótt góðan sigur á Miami Heat, 99-98, og stöðvaði þar með níu leikja sigurgöngu síðarnefnda liðsins. Alls fóru ellefu leikir fram í deildinni í nótt. Devin Harris var hetja Utah en hann setti niður skot þegar 4,5 sekúndur voru eftir og fiskaði víti á Dwayne Wade þar að auki. Harris skoraði úr vítinu og tryggði sínum mönnum sigur. Udonis Haslem fékk tækifæri til að skora sigurkörfu Miami á lokasekúndunni en hann missti marks. LeBron James var reyndar með boltann en ákvað að gefa hann á Haslem frekar en að skjóta sjálfur - rétt eins og á loksekúndum stjörnuleiksins um síðustu helgi. James átti þó góðan leik og skoraði 34 stig auk þess sem hann tók tíu fráköst og gaf sex stoðsendingar. Dwyane Wade var með 31 stig og sex fráköst en Chris Bosh var fjarverandi vegna fráfalls í fjölskyldu hans. Al Jefferson skoraði 20 stig fyrir Utah sem leiddi lengst af í leiknum. Miami náði þó að koma til baka og hleypa mikilli spennu í lokamínútur leiksins. James setti niður risaþrist þegar 26 sekúndur voru eftir og kom Miami þar með yfir, 97-94. En það dugði ekki til. LA Lakers vann Sacramento, 115-107. Hinn nefbrotni Kobe Bryant spilaði með grímu og skoraði 38 stig í leiknum. Andrew Bynum skoraði nítján stig og var með fimmtán fráköst. Lakers hefur nú unnið sextán leiki í röð á heimavelli. Chicago vann Cleveland, 112-91. Luol Deng skoraði 24 stig og Derrick Rose nítján. Kyrie Irving, nýliðinn öflugi í liði Cleveland, missti af leiknum vegna veikinda en hann hefur alls misst af fjórum leikjum í röð. Cleveland hefur tapað öllum þessum fjórum leikjum.Úrslit næturinnar: Toronto - Memphis 99-102 Boston - New Jersey 107-94 Atlanta - Milwaukee 99-94 Cleveland - Chicago 91-112 Philadelphia - Golden State 105-83 New Orleans - Dallas 97-92 Houston - Denver 105-117 San Antonio - Charlotte 102-72 Utah - Miami 99-98 Phoenix - LA Clippers 81-78 LA Lakers - Sacramento 115-107 NBA Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Fleiri fréttir Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Sjá meira
Utah Jazz vann í nótt góðan sigur á Miami Heat, 99-98, og stöðvaði þar með níu leikja sigurgöngu síðarnefnda liðsins. Alls fóru ellefu leikir fram í deildinni í nótt. Devin Harris var hetja Utah en hann setti niður skot þegar 4,5 sekúndur voru eftir og fiskaði víti á Dwayne Wade þar að auki. Harris skoraði úr vítinu og tryggði sínum mönnum sigur. Udonis Haslem fékk tækifæri til að skora sigurkörfu Miami á lokasekúndunni en hann missti marks. LeBron James var reyndar með boltann en ákvað að gefa hann á Haslem frekar en að skjóta sjálfur - rétt eins og á loksekúndum stjörnuleiksins um síðustu helgi. James átti þó góðan leik og skoraði 34 stig auk þess sem hann tók tíu fráköst og gaf sex stoðsendingar. Dwyane Wade var með 31 stig og sex fráköst en Chris Bosh var fjarverandi vegna fráfalls í fjölskyldu hans. Al Jefferson skoraði 20 stig fyrir Utah sem leiddi lengst af í leiknum. Miami náði þó að koma til baka og hleypa mikilli spennu í lokamínútur leiksins. James setti niður risaþrist þegar 26 sekúndur voru eftir og kom Miami þar með yfir, 97-94. En það dugði ekki til. LA Lakers vann Sacramento, 115-107. Hinn nefbrotni Kobe Bryant spilaði með grímu og skoraði 38 stig í leiknum. Andrew Bynum skoraði nítján stig og var með fimmtán fráköst. Lakers hefur nú unnið sextán leiki í röð á heimavelli. Chicago vann Cleveland, 112-91. Luol Deng skoraði 24 stig og Derrick Rose nítján. Kyrie Irving, nýliðinn öflugi í liði Cleveland, missti af leiknum vegna veikinda en hann hefur alls misst af fjórum leikjum í röð. Cleveland hefur tapað öllum þessum fjórum leikjum.Úrslit næturinnar: Toronto - Memphis 99-102 Boston - New Jersey 107-94 Atlanta - Milwaukee 99-94 Cleveland - Chicago 91-112 Philadelphia - Golden State 105-83 New Orleans - Dallas 97-92 Houston - Denver 105-117 San Antonio - Charlotte 102-72 Utah - Miami 99-98 Phoenix - LA Clippers 81-78 LA Lakers - Sacramento 115-107
NBA Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Fleiri fréttir Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Sjá meira