Sport

Kári Steinn þriðji í maraþoni á Ítalíu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kári Steinn Karlsson.
Kári Steinn Karlsson. Mynd/Stefán
Kári Steinn Karlsson var nálægt því að bæta eigið Íslandsmet í maraþonhlaupi þegar hann kom þriðji í mark í hlaupi sem fór fram í Treviso á Ítalíu í morgun.

Þetta er í aðeins annað skiptið sem Kári Steinn hleypur heilt maraþon í keppni en fyrra skiptið var í Berlín í fyrra er hann bætti Íslandsmetið og tryggði sér um leið þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Lundúnum sem fara fram síðar á þessu ári.

Hann kom í mark í dag á 2:18,53 klst sem er um einni og hálfri mínútu frá Íslandsmetinu hans.

Kári Steinn mun á næstu mánuðum halda áfram að undirbúa sig fyrir leikana í Lundúnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×