Sport

Guðmundur Íslandsmeistari í nítjánda sinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðmundur og Lilja með sigurlaunin sín í dag.
Guðmundur og Lilja með sigurlaunin sín í dag. Mynd/Anton
Guðmundur Eggert Stephensen varð í dag Íslandsmeistari í borðtennis í nítjánda sinn á ferlinum eftir sigur á Kára Mímissyni í úrslitaleik, 4-0.

Guðmundur er aðeins 29 ára gamall og árangurinn því með ólíkindum. Hann hefur borið höfuð og herðar yfir andstæðinga sína í íþróttinni drjúgan meirihluta ævi sinnar.

Hann var ellefu ára gamall þegar hann vann sinn fyrsta titil en það var árið 1994. Guðmundur verður þrítugur nú í sumar.

Í kvennaflokki fagnaði Lilja Rós Jóhannesdóttir sigri en hún hafði betur gegn Evu Jónsteinsdóttur í úrslitaleik, 4-3. Þetta var fyrsta Íslandsmót Lilju eftir að hún eignaðist tvíbura í fyrra en hún er fjögurra barna móðir.

Guðmundur varð einnig Íslandsmeistari í tvíliðaleik, með Magnúsi K. Magnússyni og í tvenndarleik með Evu Jósteinsdóttur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×