Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Njarðvík 68-66 | Valur vann Hauka Stefán Árni Pálsson í Toyotahöllinni skrifar 4. mars 2012 20:02 Keflavík fór langleiðina með deildarmeistaratitilinn í gærkvöldi þegar liðið vann Njarðví,k 68-66, í æsispennandi leik í Iceland-Express deild kvenna. Nú munar fjórum stigum á Keflavík og Njarðvík sem verma efstu tvö sætin en aðeins eru þrjár umferðir eftir. Þá vann Valur öruggan sigur á Haukum á sama tíma, 74-59, en tölfræði leiksins má sjá hér neðst í fréttinni. Njarðvíkurstúlkur voru sterkari til að byrja með og komust fljótlega í 13-5. Gestirnir voru mikið mun betri allan fjórðunginn og leiddu sannfarandi 21-9 eftir tíu mínútna leik. Það kom allt annað Keflavíkurlið út í annan leikhluta og fóru þær loks að spila almennilegan varnarleik. Pálína Gunnlaugsdóttir fór fyrir Keflvíkingum í vörninni og kom með þann baráttuanda sem þurfti. Þegar leikhlutinn var hálfnaður var staðan 21-19 fyrir Njarðvík og gestirnir ekki komnar á blað í leikhlutanum. Staðan var síðan 33-31 fyrir Keflavík í hálfleik og spennandi síðari hálfleikur framundan. Petrúnella Skúladóttir var frábær í liði Njarðvíkur í fyrri hálfleiknum og skoraði 16 stig. Mikil harka var komin í leikinn í þriðja leikhluta og sauð nokkrum sinnum uppúr. Jafnræði var á með liðunum í leikhlutanum og þegar honum lauk var staðan 49-48 fyrir Njarðvík. Fjórði leikhlutinn var mjög svo jafn og aldrei munaði miklu á liðunum. Körfuboltinn sem sást í Keflavík í kvöld var ekki upp á marga fiska og bæði lið gerðum heilan helling af tæknifeilum. Þegar rúmlega þrjár mínútur voru eftir af leiknum var staðan 60-60. Það voru Keflvíkingar sem voru með sterkari taugar undir lokin og stóðu uppi sem sigurvegarar í leiknum 68-66. Liðið hefur því fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar þegar þrjár umferðir eru eftir. Deildarmeistaratitillinn er því í sjónmáli.Sverrir: Ég hef engar áhyggjur þó við verðum ekki deildarmeistarar„Það munaði mjög litlu hérna í lokin að við myndum taka efsta sætið í deildinni,“ sagði Sverrir Sverrisson, þjálfari Njarðvíkur, eftir leikinn í kvöld. „Síðasta mínútan fer alveg með okkur í kvöld. Þessi úrslit eru samt ekkert hlutur sem við þurfum að stressa okkur eitthvað mikið á.“ „Við þurfum að fínpússa okkar leik næstu þrjá leiki og getum ekki endað neðar en í örðu sæti. Liðið mun koma tilbúið í úrslitakeppnina.“ „Það sem verður okkur að falli í kvöld voru tæknifeilar og mikið um byrjendamistök, það eru bara hlutur sem við þurfum að skoða, en ég hef engar áhyggjur af því.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Sverrir hér að ofan.Falur: Liðið sem vildi sigurinn meira fékk hann„Það lið sem myndi vinna þennan leik er að öllum líkindum að fara taka deildarmeistaratitilinn og það tókst heldur betur hjá okkur,“ sagði Falur Harðarson, þjálfari Keflavíkur, eftir sigurinn í kvöld. „Við spiluðum vel í þrjá leikhluta en spiluðum mjög illa í fyrsta fjórðungnum. Svona er körfubolti, hann er sveiflukenndur.“ „Það hefur verið vandamál hjá okkur í vetur að mæta ferskar inn alveg frá byrjun og það er komin tími til að laga það.“ „Það lið sem vildi þennan sigur meira fékk hann og það sagði ég við stelpurnar fyrir leikinn.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Fal með því að ýta hér. Valur-Haukar 74-59 (23-16, 20-7, 16-26, 15-10)Valur: Guðbjörg Sverrisdóttir 25/8 fráköst/3 varin skot, Lacey Katrice Simpson 14/21 fráköst/6 stolnir/8 varin skot, Melissa Leichlitner 10, María Ben Erlingsdóttir 9, Kristrún Sigurjónsdóttir 8/4 fráköst, Signý Hermannsdóttir 5/3 varin skot, Hallveig Jónsdóttir 3.Haukar: Hope Elam 20/11 fráköst/4 varin skot, Jence Ann Rhoads 15/10 fráköst/7 stoðsendingar/5 stolnir, Guðrún Ósk Ámundardóttir 11/6 fráköst/5 stolnir, Auður Íris Ólafsdóttir 8, Íris Sverrisdóttir 3/8 fráköst, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 2.Keflavík-Njarðvík 68-66 (9-21, 24-10, 15-18, 20-17)Keflavík: Eboni Monique Mangum 21/4 fráköst/9 stoðsendingar, Pálína Gunnlaugsdóttir 17/7 stolnir, Jaleesa Butler 8/15 fráköst/3 varin skot, Hrund Jóhannsdóttir 6, Lovísa Falsdóttir 5, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 5/8 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 4/5 fráköst, Helga Hallgrímsdóttir 2/5 fráköst.Njarðvík: Petrúnella Skúladóttir 22/4 fráköst, Lele Hardy 19/22 fráköst/5 stoðsendingar, Shanae Baker-Brice 15/9 fráköst/6 stoðsendingar, Salbjörg Sævarsdóttir 6/9 fráköst, Ólöf Helga Pálsdóttir 2, Harpa Hallgrímsdóttir 2. Dominos-deild kvenna Mest lesið Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira
Keflavík fór langleiðina með deildarmeistaratitilinn í gærkvöldi þegar liðið vann Njarðví,k 68-66, í æsispennandi leik í Iceland-Express deild kvenna. Nú munar fjórum stigum á Keflavík og Njarðvík sem verma efstu tvö sætin en aðeins eru þrjár umferðir eftir. Þá vann Valur öruggan sigur á Haukum á sama tíma, 74-59, en tölfræði leiksins má sjá hér neðst í fréttinni. Njarðvíkurstúlkur voru sterkari til að byrja með og komust fljótlega í 13-5. Gestirnir voru mikið mun betri allan fjórðunginn og leiddu sannfarandi 21-9 eftir tíu mínútna leik. Það kom allt annað Keflavíkurlið út í annan leikhluta og fóru þær loks að spila almennilegan varnarleik. Pálína Gunnlaugsdóttir fór fyrir Keflvíkingum í vörninni og kom með þann baráttuanda sem þurfti. Þegar leikhlutinn var hálfnaður var staðan 21-19 fyrir Njarðvík og gestirnir ekki komnar á blað í leikhlutanum. Staðan var síðan 33-31 fyrir Keflavík í hálfleik og spennandi síðari hálfleikur framundan. Petrúnella Skúladóttir var frábær í liði Njarðvíkur í fyrri hálfleiknum og skoraði 16 stig. Mikil harka var komin í leikinn í þriðja leikhluta og sauð nokkrum sinnum uppúr. Jafnræði var á með liðunum í leikhlutanum og þegar honum lauk var staðan 49-48 fyrir Njarðvík. Fjórði leikhlutinn var mjög svo jafn og aldrei munaði miklu á liðunum. Körfuboltinn sem sást í Keflavík í kvöld var ekki upp á marga fiska og bæði lið gerðum heilan helling af tæknifeilum. Þegar rúmlega þrjár mínútur voru eftir af leiknum var staðan 60-60. Það voru Keflvíkingar sem voru með sterkari taugar undir lokin og stóðu uppi sem sigurvegarar í leiknum 68-66. Liðið hefur því fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar þegar þrjár umferðir eru eftir. Deildarmeistaratitillinn er því í sjónmáli.Sverrir: Ég hef engar áhyggjur þó við verðum ekki deildarmeistarar„Það munaði mjög litlu hérna í lokin að við myndum taka efsta sætið í deildinni,“ sagði Sverrir Sverrisson, þjálfari Njarðvíkur, eftir leikinn í kvöld. „Síðasta mínútan fer alveg með okkur í kvöld. Þessi úrslit eru samt ekkert hlutur sem við þurfum að stressa okkur eitthvað mikið á.“ „Við þurfum að fínpússa okkar leik næstu þrjá leiki og getum ekki endað neðar en í örðu sæti. Liðið mun koma tilbúið í úrslitakeppnina.“ „Það sem verður okkur að falli í kvöld voru tæknifeilar og mikið um byrjendamistök, það eru bara hlutur sem við þurfum að skoða, en ég hef engar áhyggjur af því.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Sverrir hér að ofan.Falur: Liðið sem vildi sigurinn meira fékk hann„Það lið sem myndi vinna þennan leik er að öllum líkindum að fara taka deildarmeistaratitilinn og það tókst heldur betur hjá okkur,“ sagði Falur Harðarson, þjálfari Keflavíkur, eftir sigurinn í kvöld. „Við spiluðum vel í þrjá leikhluta en spiluðum mjög illa í fyrsta fjórðungnum. Svona er körfubolti, hann er sveiflukenndur.“ „Það hefur verið vandamál hjá okkur í vetur að mæta ferskar inn alveg frá byrjun og það er komin tími til að laga það.“ „Það lið sem vildi þennan sigur meira fékk hann og það sagði ég við stelpurnar fyrir leikinn.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Fal með því að ýta hér. Valur-Haukar 74-59 (23-16, 20-7, 16-26, 15-10)Valur: Guðbjörg Sverrisdóttir 25/8 fráköst/3 varin skot, Lacey Katrice Simpson 14/21 fráköst/6 stolnir/8 varin skot, Melissa Leichlitner 10, María Ben Erlingsdóttir 9, Kristrún Sigurjónsdóttir 8/4 fráköst, Signý Hermannsdóttir 5/3 varin skot, Hallveig Jónsdóttir 3.Haukar: Hope Elam 20/11 fráköst/4 varin skot, Jence Ann Rhoads 15/10 fráköst/7 stoðsendingar/5 stolnir, Guðrún Ósk Ámundardóttir 11/6 fráköst/5 stolnir, Auður Íris Ólafsdóttir 8, Íris Sverrisdóttir 3/8 fráköst, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 2.Keflavík-Njarðvík 68-66 (9-21, 24-10, 15-18, 20-17)Keflavík: Eboni Monique Mangum 21/4 fráköst/9 stoðsendingar, Pálína Gunnlaugsdóttir 17/7 stolnir, Jaleesa Butler 8/15 fráköst/3 varin skot, Hrund Jóhannsdóttir 6, Lovísa Falsdóttir 5, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 5/8 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 4/5 fráköst, Helga Hallgrímsdóttir 2/5 fráköst.Njarðvík: Petrúnella Skúladóttir 22/4 fráköst, Lele Hardy 19/22 fráköst/5 stoðsendingar, Shanae Baker-Brice 15/9 fráköst/6 stoðsendingar, Salbjörg Sævarsdóttir 6/9 fráköst, Ólöf Helga Pálsdóttir 2, Harpa Hallgrímsdóttir 2.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira