Viðskipti erlent

Contraband rauf 10 milljarða múrinn um helgina

Tekjurnar af kvikmynd Baltasar Kormáks, Contraband, fóru nokkuð yfir 10 milljarða króna um helgina. Myndin hefur þar með borgað sig tvöfalt til baka.

Á vefsíðunni boxoffice.com má sjá að tekjurnar af Contraband eru komnar nokkuð yfir 80 milljónir dollara. Þar af eru um 13 milljónir dollara í tekjur utan Bandaríkjana en verið er að frumsýna myndina í nokkrum Evrópulöndum þessa dagana.

Contraband er enn á lista yfir vel sóttar kvikmyndir í Bandaríkjunum þrátt fyrir að margar vikur séu síðan hún var frumsýnd þar í landi. Contraband var þannig 15. mest sótta myndin í Bandaríkjunum um síðustu helgi af þeim myndum sem sýndar voru í færri en 1.000 kvikmyndahúsum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×